Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:02 Ammoníak getur verið afar hættulegt og því þurftu slökkviliðsmenn að klæðast sérstökum búningum í dag. Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum. Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum.
Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10