HSÍ tapaði rúmlega 85 milljónum króna Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. júní 2024 19:17 Íslenska kvennalandsliðið lenti í óvæntum kostnaði þegar liðið komst á HM í fyrra sem eitt af tveimur „wildcard“ liðum. Handknattleikssamband Íslands tapaði rúmlega 85 milljónum króna árið 2023. Rekstrartekjur urðu hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir en kostnaðurinn sömuleiðis. Í skýrslu stjórnar segir að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi dugi engan veginn til. Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar. HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
Ársskýrsluna alla af ársfundi sambandsins í Laugardalshöll í dag má lesa hér. Heildartap hljóðaði alls upp á 85 milljónir og 585 þúsund krónur þegar fjármunatekjur og fjármagnsgjöld voru tekin með í reikninginn. HSÍ gerði ráð fyrir 365 milljónum í rekstrartekjur en rauntekjur urðu 410 milljónir. Styrkir frá ÍSÍ og Lottó voru 12 milljónum meiri, styrkir frá öðrum styrktaraðilum 10 milljónum meiri og aðrar tekjur 14 milljónum meiri en gert var ráð fyrir. Rekstrargjöld sambandsins voru hins vegar mun hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. HSÍ fór tæpum 132 milljónum fram úr kostnaðaráætlun. Ber þar hæst kostnaður landsliða og mótakostnaður sem varð mun meiri en gert var ráð fyrir. Kvennalandslið Íslands komst einmitt mjög óvænt á HM í lok árs. Í skýrslu stjórnar segir: „Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.” Handboltapassinn reyndist dýr Í skýrslu stjórnar segir einnig að frumkvöðlastarfsemi HSÍ með Handboltapassann í samstarfi við Símann hafi verið mjög kostnaðarsöm. Áskriftarsala tafðist og hófst ekki fyrr en í desember sem „olli miklu fjárhagslegu tjóni“. Sambandið hafi tekið stór skref meðvitað um áhættuna og telur jákvætt fyrir íslenska íþróttahreyfingu að vera eina sambandið sem sér um útsendingar á eigin efni. Unnið er að fjölgun myndavéla á leikstöðum fyrir næsta ár og sambandið er sannfært um að það geti unnið upp tap þessa árs og skilað hagnaði til framtíðar.
„Dökka hliðin á velgengni í íþróttum er fjármögnunin á bak við þátttöku í stórmótum. Fyrir um 5 árum var tekið stórt skerf til að auka fjarmagn til íþrótta í landinu. Afrekssjóður var stækkaður úr 100 m kr í 400 m kr. Þó svo að stökkið hafi verið stórt þá duga þessir fjármunir ekki til reksturs öflugs afreksstarfs. HSÍ fær um 80 m úr afrekssjóði sem er um 1/3 af rekstrarfé sambandsins. Er kvennalandsliðið ávann sér þáttökurétt á HM fékkst engin viðbótar fjármögnun en þátttaka í stórmóti hvort sem er kvenna megin eða karla megin er um 25 m króna. Þá er eftir að greiða laun til þjálfara og annarra sem koma að liðinu, kostnað við undirbúning og aðra landsleiki heima og heiman. Ljóst er að þeir fjármunir sem settir eru í afreksstarf á Íslandi hvort sem talað er um handbolta eða aðrar íþróttagreinar þá duga þessir fjármunir engan veginn.”
HSÍ Tengdar fréttir KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Sjá meira
KSÍ tapaði 126 milljónum króna Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag ársreikning sinn fyrir árið 2023 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. 16. febrúar 2024 23:30