Bíður eftir gögnum til að ljúka rannsókn í manndrápsmáli á Selfossi Lovísa Arnardóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. júní 2024 06:45 Maðurinn var handtekinn á vettvangi og sat í gæsluvarðhaldi í um tólf vikur. Eftir það var hann í farbanni til áramóta en er nú frjáls ferða sinna. Vísir Héraðssaksóknari bíður enn eftir gögnum til að geta lokið rannsókn sinni á andláti Sofiu Sarmite Kolsenikovu. Sofia fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl í fyrra. Málið var sent frá lögreglunni á Suðurlandi til héraðssaksóknara í desember síðastliðnum. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir þau enn bíða gagna. Fram kom í fréttum fyrr á árinu að héraðssaksóknari biði gagna erlendis frá. Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið með því að færa lík Sofiu. Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Maðurinn hefur frá fyrstu skýrslutöku breytt framburði sínum oftar en einu sinni. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Eftir það var hann úrskurðaður í farbann til 1. desember en það ekki framlengt. Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við. 20. maí 2023 08:53 Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 5. maí 2023 16:42 Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 5. maí 2023 10:40 Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. 2. maí 2023 00:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, segir þau enn bíða gagna. Fram kom í fréttum fyrr á árinu að héraðssaksóknari biði gagna erlendis frá. Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að hafa orðið Sofiu að bana og jafnframt talinn hafa spillt sönnunargögnum málsins áður en lögreglu var gert viðvart um andlátið með því að færa lík Sofiu. Karl Ingi Vilbergsson er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Maðurinn neitar þó að hafa banað henni. Í fyrstu skýrslutöku sagði hann hana hafa látist af völdum ofskammts fíkniefna. Hann hafði komið að henni meðvitundarlausri á gólfinu á neðri hæð heimilis þeirra og líkami hennar þá verið orðinn stífur. Hann sagði þetta hafa verið um tveimur klukkustundum eftir að þau hættu að stunda kynlíf, sem fól í sér endurtekin kyrkingartök, þar sem maðurinn þrengdi að hálsi konunnar. Því var haldið fram fyrir dómi að umrætt kynlíf hafi staðið yfir frá kvöldi fram til morguns og þau hafi bæði verið undir áhrifum kókaíns. Maðurinn hefur frá fyrstu skýrslutöku breytt framburði sínum oftar en einu sinni. Niðurstaða krufningar bendir til þess að andlát konunnar hafi borið að vegna kyrkingar en að kókaíneitrun hafi að minnsta kosti verið meðverkandi í andlátinu. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og úrskurðaður í gæsluvarðhald, sem var endurtekið framlengt til 31. ágúst. Eftir það var hann úrskurðaður í farbann til 1. desember en það ekki framlengt.
Grunur um manndráp á Selfossi Árborg Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26 Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við. 20. maí 2023 08:53 Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 5. maí 2023 16:42 Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 5. maí 2023 10:40 Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. 2. maí 2023 00:46 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Rannsókn manndrápsmálsins á Selfossi á lokametrunum Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á andláti Sofiu Sarmite Kolesnikova, sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi í lok apríl, miðar vel. Yfirlögregluþjónn á von á að málið verði sent til saksóknara á næstu dögum og maðurinn sem grunaður er um að hafa átt þátt í andláti hennar verði úrskurðaður í áframhaldandi farbann. 30. nóvember 2023 11:26
Fjölskylda Sofiu þakklát fyrir heimboð að Bessastöðum Fjölskylda Sofiu Sarmite Kolesnikovu sem lést á Selfossi í apríl síðastliðnum þáði heimboð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að Bessastöðum á dögunum. Systir Sofiu er full af þakklæti fyrir heimboðið. 31. ágúst 2023 13:13
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um manndráp Maður sem grunaður er um að hafa banað konu á Selfossi í apríl hefur verið úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald. Maðurinn var handtekinn þann 27. apríl og hefur verið í haldi síðan þá en nú var tveimur vikum bætt við. 20. maí 2023 08:53
Rannsókn beinist að hugsanlegu manndrápi Rannsókn lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi í síðustu viku beinist nú að hugsanlegu manndrápi til samræmis við bráðabirgðaniðurstöður krufningar. Héraðsdómur Suðurlands hefur framlengt gæsluvarðhald til 19. maí yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við málið. Maðurinn var leiddur fyrir dómara nú fyrir stundu. 5. maí 2023 16:42
Lögregla fundar með fjölskyldu hinnar látnu í dag Lögreglan á Suðurlandi telur sig vera komna með nokkuð skýra mynd af atburðarrásinni sem leiddi til andláts konu á Selfossi í síðustu viku. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum af tveimur mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlátið en hinum hefur verið sleppt. Lögregla mun funda með aðstandendum hinnar látnu í dag. 5. maí 2023 10:40
Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. 2. maí 2023 00:46