Mættu á Seyðisfjörð í brúðkaup á Siglufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2024 13:58 Ofurparið fór líklega í sinn lengsta bíltúr til þessa um helgina. Hringferð um Ísland með stoppi á Seyðisfirði vegna brúðkaups á Siglufirði. Róbert Arnar Brynjar Barkarson, helmingurinn af tvíeykinu Club Dub, mun seint gleyma brúðkaupi Nadine Guðrúnar Yaghi og Snorra Mássonar á Siglufirði á laugardaginn. Og síst bílferðinni þangað. Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu. Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Óhætt er að segja að öllu hafi verið tjaldað til þegar sköthjúin létu pússa sig saman á Sigló. Veislugestir fjölmenntu norður í land og mættu margir hverjir á föstudeginum til að gera almennilega helgi úr þessu. Flestir komu úr höfuðborginni sem þýðir fimm klukkustunda akstur eða svo hvor leið. Það er ef þú ákveður að aka stystu leið um Vesturlandsveg. Hringvegurinn býður auðvitað upp á möguleikann að aka hringveginn í hina áttina, sem býður meðal annars upp á útsýnisstopp við Jökulsárlón og fleiri vinsæla ferðamannastaði. Sú leið frá Reykjavík til Siglufjarðar tekur aftur á móti þrettán klukkustundir í akstri. Brynjar Bjarkason lagði upp í brúðkaupið ásamt kærustu sinni Helgu Þóru Bjarnadóttur og heppinni vinkonu sem slóst með í ferðalagið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lögðu þau líkt og fleiri af stað á föstudeginum og eftir langan akstur komu þau á áfangastað. Sem því miður var rangur. Það tekur tæpar níu klukkustundir að keyra frá Reykjavík til Seyðisfjarðar, suðurleiðina. Þríeykið var nefnilega ekki mætt á Siglufjörð heldur á Seyðisfjörð. Níu tíma akstur að baki og fleiri tímar í akstri fram undan til að ná á áfangastað. Það vill svo skemmtilega til að það tekur um það bil jafnlangan tíma að keyra frá Seyðisfirði til Siglufjarðar eins og frá Reykjavík til Siglufjarðar. Á löglegum hraða tekur aksturinn frá Seyðisfirði til Siglufjarðar tæpar fimm klukkustundir. Brynjar og Helga Þóra mættu samkvæmt upplýsingum fréttastofu í tæka tíð fyrir brúðkaupið og líklega með smá ferðaþreytu eftir hátt í fjórtán tíma akstur á rúmum sólarhring. Það stoppaði Brynjar ekki á sviðinu í brúðkaupsveislunni þar sem þeir Aron Kristinn Jónsson, Club Dub bræður, fóru að sögn veislugesta á kostum. Aron Kristinn og Brynjar fóru líka á kostum í Einkalífinu á Vísi árið 2019. Hrakfarir Brynjars og Helgu Þóru urðu veislugestum enn eitt tilefnið til að brosa og hlæja í veislunni sem tókst vel til. Rifjuðu margir upp umræðu í kringum sjónvarpsþættina Ófærð sem teknir voru að hluta á Seyðisfirði en gerðust á Siglufirði. Þá rifjuðu sumir upp ferðasögu Bandaríkjamannsins Noel Santillan frá New Jersey sem bókaði sér hótel á Laugavegi í Reykjavík en endaði bíltúr sinn frá Keflavíkurflugvelli á Laugarvegi á Siglufirði. Bíltúrinn reyndist Noel vel sem var eins og blóm í eggi á Siglufirði og átti eftir að leika í auglýsingu fyrir Hótel Sigló. Koma verður í ljós hvort bíltúr þeirra Brynjars og stelpnanna verði innblástur við lagasmíð hjá popp- og raftónlistartvíeykinu.
Múlaþing Fjallabyggð Brúðkaup Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira