Hver verður fyrst/ur að maka vaselíni á markmannshanskana sína í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2024 09:02 Vaselín má nota í margt og mikið. Michael Regan/Getty Images Þau sem fylgdust vel með ensku úrvalsdeild karla á nýafstaðinni leiktíð sáu ef til vill André Onana, markvörð Manchester United, maka vaselíni júgurá markmannshanska sína. Hver er tilgangurinn og gæti verið að við sjáum markverði í Bestu deildum karla eða kvenna taka þetta upp í sumar? Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira
Það má segja margt um frammistöðu Onana á sínu fyrsta tímabili með Man United. Hann hafði í nægu að snúast, fékk á sig fjölda marka og gerði talsvert af mistökum ásamt því að hann varði oft á tíðum meistaralega. Náðust nokkrar myndir af Onana á leiktíðinni þar sem hann stóð í mestu makindum sínum með dollu af vaselíni og var að setja á markmannshanska sína. Onana og vaselínið góða.Robin Jones/Getty Images Vaselín er „feitt smyrsl“ samkvæmt Árnastofnun. Af hverju vaselín? Í hlaðvarpsþætti Ben Foster, fyrrverandi markvarðar Manchester United, enska landsliðsins sem og annarra liða, er farið yfir ástæður þess af hverju markverðir setja vaselín á hanskana sína. @benfcyclinggk The SECRET Pro GK’s want to keep to themselves… 😱 #coventry #coventrycity #championship #fozcast ♬ original sound - Ben Foster The Cycling GK Foster sjálfur segist fyrst hafa séð þetta á HM í Brasilíu árið 2014 þegar Joe Hart nýtti sér „nýjustu tækni og vísindi.“ Hart sjálfur hefur viðurkennt að kollegi hans Kasper Schmeichel hafi kynnt hann fyrir þessu. En af hverju? Þannig er mál með vexti að þegar það rignir duglega, eins og gerist reglulega hér á landi sem og á Englandi þá verða nútíma fótbolti mjög svo sleipur. Þó svo að markverðir séu í glænýjum markmannshönskum þá verður boltinn gríðarlega erfiður viðureignar og erfitt að halda skotum eða fyrirgjöfum. Þetta staðfesti landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi Hannes Þór Halldórsson í stuttu spjalli við Vísi. Hann sagði vaselín „svínvirka í bleytu.“ Hannes Þór í einum af sínum 77 A-landsleikjum.Vísir/Hulda Margrét Vaselín hrindir nefnilega frá sér vatni og þó ekki hafi fengist vísindaleg útskýring á hvernig eða af hverju þá er auðveldara fyrir markverði að meðhöndla boltann í gríðarlegri bleytu ef það er vaselín á hönskunum. Markvörðurinn fyrrverandi þakkar Kára Árnasyni, samherja sínum í landsliðinu, fyrir þetta „trikk“ þar sem hann sá markvörð sinn í félagsliði gera þetta. Það vekur hins vegar athygli að Onana virðist maka vaselíni á hanska sína í rigningu sem og sólskini. Nú er bara að bíða og sjá hvort einhver markvörðurinn í Bestu deild karla eða kvenna taki upp á þessu í næsta rigningarleik. Það ætti allavega ekki vera löng bið eftir þeim leik. Fanney Inga Birkisdóttir í leik með Val í sumar. Kannski mætir hún með dollu af vaselíni með í næsta leik sem fram fer við svipaðar aðstæður.Vísir/Anton Brink
Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sjá meira