Ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:10 Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna áætla að þörf sé fyrir um 4.700 íbúðir á ári næstu fimm árin. Talið er að fullbúnar íbúðir verði um 3.020 í lok árs. Myndin er loftmynd af Reykjavík. HMS Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt. Talið er að fullbúnar nýjar íbúðir verði 3.020 í lok árs 2024, en sveitarfélögin áætla að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir á ári næstu fimm ár. Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira