Engin dóttir í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2024 08:41 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu báðar af undankeppninni í ár en þær hafa verið með á flestum heimsleikum frá 2008. @thedavecastro CrossFit staðreyndasíðan Known & Knowable vekur á athygli á fjarveru íslenskra CrossFit kvenna á heimsleikunum í haust. Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Nú er undankeppni heimsleikanna lokið og því ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Það er talsvert um breytingar á keppnishópnum en meira en helmingur þeirra kvenna sem voru á heimsleikunum í fyrra verða ekki með í ár. Þar á meðal eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem misstu báðar af undankeppninni í ár, Katrín vegna meiðsla og Anníe vegna barneignarleyfis. Engin önnur íslensk kona náði að komast í gegnum undankeppnina. Það þýðir að í fyrsta sinn frá árinu 2008, eða í sextán ár, er engin dóttir á heimsleikunum í CrossFit. Mest voru þær fimm á heimsleikunum árið 2019 þegar það kepptu auk Anníe Mistar og Katrínar Tönju þær Þuríður Erla Helgadóttir, Sara Sigmundsdóttir og Oddný Eik Gylfadóttir. Það höfðu líka verið tvær íslenskar dætur á öllum heimsleikunum frá og með árinu 2014 og að minnsta kosti fjórar á fimm heimsleikum í röð frá árunum 2015 til 2019. Það er því ekkert skrýtið að það þyki fréttnæmt að íslensku CrossFit konurnar séu nú allar fjarverandi. Hér fyrir neðan má sjá mjög athyglisverða samantekt á dætrum Íslands sem hafa keppt um heimsmeistaratitilinn frá því að Anníe Mist mætti fyrst á svæðið árið 2009. Known & Knowable segir að þetta sé vonandi bara smá hlé og það er hægt að taka undir það. Hin stórefnilega Bergrós Björnsdóttir stóð sig vel í undankeppninni og er með þeim bestu í heimi í sínum aldursflokki. Þá eigum við vonandi eftir að sjá meira af reynsluboltunum Anníe Mist, Katrínu Tönju og Söru Sigmundsdóttir en þær tvær síðastnefndu hafa verið að glíma við meiðsli. @known_knowable
CrossFit Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira