Hættulegar bikblæðingar víða á vegum landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. júní 2024 20:19 Vegfarandi segir aðstæður mjög hættulegar á veginum í Ölfusi. G. Pétur upplýsingafulltrúi ræddi bikblæðingar í samtali við Vísi. vísir Vegfaranda í Ölfusi blöskraði aðkoman á veginum milli Hveragerðis og Þorlákshöfn í gær þar sem bikblæðingar eru áberandi. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir ljóst að ná verði betri tökum á vandamálinu. „Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“ Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
„Þetta er stórhættulegt. Ég myndi ekki vilja vera þarna, þurfa að nauðhemla eða vera á mótorhjóli og fara í gegnum þetta,“ segir Þorsteinn T. Ragnarsson sem átti leið þar um og tók eftirfarandi myndband. „Bíllinn á undan mér fór í gegnum þetta og ég fór út í kant að skoða. Ég steig í þetta og tók bara drulluna með mér upp.“ Hann birti myndbandið á Facebook, þar sem það vakti mikla athygli. Margir agnúast út í Vegagerðina fyrir að gera ekki meira til að aftra slíkum blæðingum. Á föstudag varaði Vegagerðin við bikblæðingum á veginum um Öxnadalsheiði. Sama dag varð alvarlegt rútuslys á veginum í Öxnadal, þar sem ferðamannarúta hafnaði utan vegar. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar sagði að ekki megi gefa sér þær forsendur að blæðingarnar hafi valdið slysinu. Ekki fundið nógu góða lausn G. Pétur segir í samtali við fréttastofu erfitt að meta hvort um óvenjulegt magn bikbæðinga sé að ræða. „En þetta kemur fyrir, þegar það hlýnar er hætta á þessu. Menn verða að aka eftir aðstæðum, það segir í lögunum. Við vörum við þessu,“ segir G. Pétur. „Þetta kemur í raun upp á hverju sumri. Við vörum við þessu og söndum. Það sem myndi leysa málið væri að malbika, í stað þess að leggja klæðingu. En það kostar fjórum til fimm sinnum meira. Með vegakerfið undir erum við að tala um tugi milljarða króna, sem það myndi kosta. En við erum alltaf að lengja þá kafla sem eru malbikaðir, það er það sem við erum að gera til frambúðar.“ Hann bætir við Vegagerðin verði að ná betri tökum á þessu vandamáli. „Við getum ekki hætt að nota klæðingar. Við þekkjum líka að þetta er ekki séríslenskt vandamál en við höfum ekki fundið nógu góða lausn á þessu og hvað nákvæmlega orsakar þetta.“
Vegagerð Umferðaröryggi Ölfus Rútuslys í Öxnadal Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira