Það verði „drulluerfitt“ að rífa VG úr lægðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 12:52 Guðmundur segir að stundum sé erfitt að vera prinsipmanneskja í pólitík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis. Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis.
Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent