Það verði „drulluerfitt“ að rífa VG úr lægðinni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. júní 2024 12:52 Guðmundur segir að stundum sé erfitt að vera prinsipmanneskja í pólitík. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna segir að flokkurinn þurfi að fara í innra uppgjör og leita í ræturnar, en flokkurinn mælist aðeins með um þriggja prósenta fylgi í skoðanakönnunum og myndi því detta út af þingi ef kosið yrði í dag. Hann er ekki svartsýnn á framhaldið þó það verði „drulluerfitt“ að rífa sig upp úr lægðinni. Guðmundur var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis. Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Guðmundur segir að setja þurfi fylgistap flokksins meðal annars í samhengi við hægrisveiflu sem hann segir hafa átt sér stað í Evrópu. Pólitíkin sé almennt að færast í hægri átt, og Samfylkingin hafi fært sig nær hægri flokkunum. Samfylkingin færst til hægri „Mér finnst til dæmis málflutningur formanns Samfylkingarinnar,Kristrúnar Frostadóttur eins og hann birtist í eldhúsdagsumræðunum, hvernig hún rammar inn efnahagsmál, að fyrst þurfum við að ná tökum á efnahagsmálum og síðan getum við farið að einbeita okkur að velferðarmálum,“ segir Guðmundur. Hann telur sjálfur að efnahagsstöðugleiki þurfi að haldast í hendur við félagslegan stöðugleika. Samfylkingin hafi einnig sagt að fara þurfi hægt í kerfisbreytingar í sjávarútvegi, og þetta sé stefna sem færir hana lengra frá félagslegum gildum. Einnig hafi algjör viðsnúningur verið í stefnu flokksins í orkumálum. „Ég hef líka áhyggjur af því að hinar pólitísku hreyfingar og flokkar á Íslandi, eru kannski að færa sig meira inn á miðjuna og til hægri, og þá þarf að vera skýr valkostur til vinstri,“ segir Guðmundur. En hvað telurðu þá að VG hafi gert í þessu ríkisstjórnarsamstarfi nema færst í þessa átt? „Enda hef ég verið að tala um það að við þurfum að leita í okkar rætur, og ég er algjörlega hreinskilinn með það að við þurfum að fara í þess háttar uppgjör,“ segir Guðmundur. Vinstri græn hafi einnig náð talsverðum árangri í ríkisstjórnarsamstarfinu á síðastliðnum árum. Mikill árangur Vinstri grænna í ríkisstjórn „Við getum nefnt sem dæmi þriggja þrepa skattkerfið, sem hefur skilað launafólki í landinu miklum ávinningi. Ég vil líka nefna kjarasamningana 2019 og núna 2024 sem hafa fært efnaminnafólki auknar ráðstöfunartekjur. Maður getur líka nefnt málefni sem snúa að heilbrigðiskerfinu, við höfum dregið úr greiðsluþáttöku sjúklinga,“ segir Guðmundur. Flokkurinn hafi komið á geðheilbrigðisteymi, endurhannað örorkulífeyriskerfið, endurbætt þjónustu við eldra fólk með verkefninu gott að eldast, Mannréttindastofnun hafi verið komið á laggirnar, þungunarrofsfrumvarpið lagt fram, málefni hinsegin fólks sett á oddinn o.s.frv. Vinstri græn hafi einnig náð miklum árangri í umhverfisvernd, sem er eitt helsta mál flokksins. Guðmundur nefnir fjöldann allan af friðlýsingum, og loftslagsmálin hafi verið sett á oddinn. Mikil áhersla hafi verið á vernd víðernis og hálendisins. Einnig sé loksins farið að flokka lífrænt sorp á heimilum. Endurvinnsla lífræns úrgangs á höfuðborgarsvæðinu hófst í ráðherratíð Guðmundar í umhverfisráðuneytinu.Sorpa Erfitt að vera friðarflokkur á ófriðartímum Guðmundur segir að Vinstri græn þurfi að taka miklu dýpri umræðu um utanríkismál varðandi til dæmis NATO. Aðrir vinstri flokkar í Skandinavíu hafi einnig verið að takast á við þessa umræðu, hvernig friðarheyfing ætli að fóta sig í þessu umhverfi sem nú er. „Á sama tíma og þú vilt stuðla að friði, þá er stundum einhver einn aðili sem gengu lengra fram og er kannski meira vondi gæinn í stríði, ætlarðu að taka afstöðu í því eða ætlarðu að standa með konseptinu friði?“ segir Guðmundur. Honum fellur ekki í geð vopnakaup Íslands fyrir Úkraínu. Hann segir meginhluta stuðnings Íslands vera annars eðlis.
Vinstri græn Sprengisandur Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira