Yngsti þjálfari í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2024 23:17 Nýr þjálfari Brighton er stemningsmaður. Stuart Franklin/Getty Images Brighton & Hove Albion heldur áfram að fara ótroðnar slóðir í þjálfararáðningum sínum en nýr þjálfari liðsins mun verða sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Þegar Roberto De Zerbi ákvað að segja skilið við Brighton eftir tæplega tvö tímabil við stjórnvölin var næsta víst að Brighton myndi fara sínar eigin leiðir þegar kæmi að því að ráða nýjan stjóra. De Zerbi var óvænt ráðning enda aðeins starfað í Úkraínu og Ítalíu þar sem hann náði misjöfnum árangri en spilaði þó alltaf áferðafallega knattspyrnu. Þar áður var Graham Potter nokkuð óvænt ráðning en hann hafði átt fínt tímabil með Swansea City eftir að skapa sér nafn hjá Östersund í Svíþjóð. Nýr þjálfari Brighton er svo heldur betur óvæntur en það er hinn 31 árs gamli Fabian Hürzeler. Hann verður um leið yngsti þjálfari í sögu deildarinnar. We are pleased to confirm that Fabian Hürzeler will become our new men’s first-team head coach. 💙🤍 Fabian has agreed a contract until June 2027. Once his work permit is processed, he will begin work straight away! 🤝— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 15, 2024 Hürzeler hefur þjálfað St. Pauli síðan 2022 og kom liðinu upp í þýsku úrvalsdeildina á nýafstöðnu tímabili. Þar áður stýrði hann FC Pipinsried í neðri deildum Þýskalands ásamt því að spila með liðinu. Þjálfarinn ungi var á sínum tíma efnilegur leikmaður og á landsleiki með U15-U19 ára landsliðum Þýskalands. Spilaði hann með stórum félögum - Bayern München, Hoffenheim og 1860 München – en hins vegar eingöngu með varaliðum þeirra. Það virðist hafa verið rétt skref að snúa sér að þjálfun en hann mun nú stýra Brighton í því sem er af mörgum talið vera sterkasta deild heims.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira