Byggðakvótakerfið úr sér gengið Árni Sæberg skrifar 14. júní 2024 13:34 Um það bil 50 þúsund þorskígildistonnum er úthlutað með byggðakvóta. Vísir/Vilhelm Gera þarf veigamiklar breytingar á úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta eigi hann að vera starfræktur áfram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti. Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar, Ráðstöfun byggðakvóta, sem kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Í fréttatilkynningu frá Ríkisendurskoðun segir að um áratuga gamalt kerfi sé að ræða sem hafi ekki þróast í takti við samfélagslegar breytingar og útilokað sé að meta árangur af ráðstöfun hans við núverandi fyrirkomulag. Því sé ekkert hægt að segja til um hvort framkvæmdin samræmist þeim markmiðum sem stefnt var að þegar lögin voru sett á sínum tíma. Sértæki byggðakvótinn eða aflamark Byggðastofnunar feli í sér markmið um að styðja minni byggðarlög í vanda og hafi tilheyrandi úthlutunarkerfi þróast í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Í skýrslunni komi meðal annars fram að úthlutunarreglur almenns byggðakvóta hafi tekið mjög litlum breytingum frá upphafi og að í þeim séu engir mælikvarðar á hagkvæmni, skilvirkni eða árangur. Um mikil verðmæti sé að ræða með úthlutun almenns og sértæks byggðakvóta, eða allt að nærri fimm milljörðum króna á ári hverju. Á tímabilinu frá 2018 til 2023 hafi tæplega 50 þúsund þorskígildistonnum verið úthlutað eftir þessum leiðum. Byggðakvóta sé ætlað að stuðla að jákvæðri byggðaþróun en ljóst sé að í mörgum tilvikum ráði hann einn og sér ekki úrslitum í þeim efnum. Úthlutaður kvóti sé í raun og veru hlutfallslega lítill fyrir flest byggðarlög. Það gildi sérstaklega um almenna byggðakvótann. Ríkisendurskoðun beinir eftirfarandi fjórum ábendingum til matvælaráðuneytis: Matvælaráðuneyti þarf að sinna lagaskyldu sinni. Endurskoða þarf úthlutunarkerfi almenns byggðakvóta frá grunni og móta um það skýra stefnu. Endurskoða þarf kröfur og skilyrði um úthlutun almenns byggðakvóta, sem og sérreglur sveitarfélaga. Ljúka þarf gerð verklagsreglna ráðuneytis um um byggðakvóta. Ríkisendurskoðun beinir enn fremur eftirfarandi ábendingu til Byggðastofnunar og Fiskistofu: Verklagsreglur um byggðakvóta þurfa að endurspegla framkvæmd úthlutunar og eftirlit með nánari hætti.
Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst þurfum við að trúa þolendum og grípa þá“ Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira