Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 10:20 Frikki er kominn aftur í partýgírinn. HLYNUR HÓLM/INSTAGRAM @FRIDRIKDOR Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. „Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“ Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira