Margt þarf að ganga eftir svo hægt sé að segja samningana góða Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. júní 2024 16:36 Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir undirrituðu kjarasamninga í nótt. Byrjað var að undirrita kjarasamninga á opinbera vinnumarkaðnum í gærkvöldi og nótt en í þeim felast kjarabætur sambærilegar þeim sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum. Samningarnir gilda í fjögur ár og segir varaformaður BSRB margt þurfa að ganga eftir svo hægt sé að fullyrða að samningarnir hafi verið góðir. Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt undirrituðu samninganefndir ellefu aðildarfélaga BSRB kjarasamninga við ríki og Samband íslenskra sveitarfélaga. Samningarnir eru þeir fyrstu sem gerðir eru á opinberum vinnumarkaði. Eitt af félögunum sem samið var fyrir í nótt er Kjölur sem er stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu. Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar og varaformaður BSRB, segir kjarasamningana í takt við þá sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði. „Þetta eru sömu krónutölur 23.750 og prósentutala er sú sama 3,25 og skurðarpunkturinn er sá sami. Þannig það gekk kannski betur núna heldur oft áður að koma merki markaðarins inn í kjarasamninga opinberra starfsmanna. Það er hins vegar þannig að allar launatöflur eyðileggjast við þetta. Þannig að bilið á milli launaflokkar minnkar mikið og það minnkar enn meira nú en við það þurfum við að lifa.“ Hún segir að skoða þurfi þetta bil betur í næstu kjarasamningum en þeir sem voru undirritaðir gilda til ársins 2028. Þá var lögð áhersla á það í samningunum að setja styttingu vinnuvikunnar í kjarasamningana sjálfa. „Samkvæmt seinustu kjarasamningum var þetta í svokölluðu fylgiskjali og þetta er svona tæknilegt atriði en nú er þetta fest inn í greinar kjarasamningsins og þar af leiðandi orðið hluti af kjarasamningnum sem þrjátíu og sex stunda vinnuvika. Arna segir að með undirritun samninganna í nótt sé búið að semja fyrir meirihluta félagsmanna BSRB „Þetta er auðvitað bara spennandi að sjá hvernig forsendurnar ganga eftir, það sem var lagt af stað með í pakka frá ríkisstjórninni. Hann auðvitað skiptir okkur gífurlega miklu máli. Fríar máltíðir fyrir skólabörn og virðismat kvennastarfa og fleira og fleira sem að þar kom í þeim pakka og ég tala nú ekki um lækkun vaxta og efnahagsforsendur verði betri. Þetta þarf auðvitað allt að ganga eftir svo að það sé hægt að horfa til þess að hér hafi verið gerðir góðir samningar.“ Vonir standa til að hægt verði að ljúka við gerð fleiri kjarasamninga á næstu dögum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira