Segir reyksprengjum verið kastað og piparúði nauðsynlegur Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa neyðst til að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær. Reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Þingmaður Pírata telur atburðarásina hafa mátt vera á annan veg. Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira