Guðrún vill lagabreytingar ekki pólitísk afskipti Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 12. júní 2024 19:22 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segist vilja breyta lögum svo hægt sé að vísa burt fólki sem fengið hefur hér hæli en brýtur lög ítrekað. Vísir/Steingrímur Dúi Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir mjög mikilvægt og hollt að minna stjórnmálamenn og alla sem vinna í stjórnmálum á það að meðferð sakamála geti aldrei lotið pólitískum afskiptum. Það segir Guðrún um yfirlýsingu sína sem birtist á vef stjórnarráðsins um það sama. Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tilefni tilkynningar hennar var erindi fjármálaráðherra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um netsölu áfengis sem hann sendi lögreglu í gær. Guðrún sagði lögreglu og ríkissaksóknara bera að rannsaka sakamál á Íslandi. Engum í ríkisstjórn bæri að senda erindi á lögreglu um að hefja rannsókn. Það sé hlutverk hennar sjálfrar og ríkissaksóknara. Sigurður Ingi hefur sagt að hann hafi ekki verið að hvetja til sakamálarannsóknar, heldur hafi hann verið að benda á gildandi lög. Guðrún segir það hennar hlutverk að vernda réttarríkið og hún standi vörð um það með sínu bréfi. „Við sem störfum í pólitík getum ekki sagt lögreglunni eða ríkissaksóknara hvaða mál þau eigi að rannsaka, hvernig eða hvenær,“ segir Guðrún í viðtalinu sem er hægt að horfa á í heild sinni hér að ofan. Um netsöluna sjálfa og fyrirkomulagið segir Guðrún að hún telji nauðsynlegt að ná utan um fyrirkomulag á sölu á áfengi og sérstaklega á erlendu netverslununum sem starfa hér á landi. Hún sagði Sjálfstæðisflokkinn oft hafa lagt fram frumvörp sem svo ekki hafa náð fram að ganga. „Það er Alþingis að setja ramman um fyrirkomulag sölu og ég skipti mér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað,“ segir Guðrún og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Eðlilegast væri að löggjafinn myndi ná utan um söluna á þessari viðkvæmu vöru í erlendum netverslunum og að innlendar netverslanir standi jafnfætis. „Alþingi verður að ákveða fyrirkomulag á sölu á þessari viðkvæmu vöru.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54 Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Pólitísk afskipti ráðherra tilefni til alvarlegra áhyggja Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir aðgerðir Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra gagnvart íslenskum fyrirtækjum tilefni til mikilla áhyggja. 12. júní 2024 16:54
Áfengissalar kvarta undan afskiptum ráðherra af lögreglu Sante ehf., sem heldur úti netverslun með áfengi, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis þar sem kvartað er undan „óeðlilegum pólitískum afskiptum“ fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn. 12. júní 2024 14:06