Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:08 Jódís segir að skilningsleysi ríki á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær. Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær.
Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43