Leggðu rafskútunni vel í Kópavogi Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 12. júní 2024 12:46 Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eins og annars staðar hafa íbúar tekið rafskútum eða rafhlaupahjólum opnum örmum. Þessi ferðamáti er þrælsniðugur og góð viðbót við aðra virka ferðamáta. Leigur sem leigja rafhlaupahjól hafa komið inn á þennan markað með krafti og leigt fjöldann allan af rafskútum og stytt þannig ferðatíma á milli staða. En þessari samgöngubyltingu fylgir einn stór ókostur. Notendur leggja farartækjunum ekki á ákjósanlegum stöðum í of mörgum tilfellum. Í mörgum tilfellum er hjólunum lagt svo illa að þau skapa hættu fyrir aðra vegfarendur. Á þetta ekki hvað síst við um börn, fatlað fólk og eldri borgara. Til að bregðast við þessu hefur Kópavogsbær farið í viðræður við þá aðila sem leigja hjólinn út, um ákveðnar aðgerðir til að bregðast við þessum aðstæðum. Fyrst ber þó að nefna að Kópavogsbær gerir kröfur um að allar skólalóðir séu „hæg svæði“ þar sem hámarkshraði raskútanna er að hámarki 15 km/klst. Þetta hefur reynst mjög vel. Seinni aðgerðin er að koma upp fleiri skútustæðum á bæjarlandi Kópavogs. Skútustæði, eða sleppisvæði, eru skilgreind svæði í smáforriti (appi) rafskútluleiganna þar sem notendur eru hvattir til að leggja gegn einhverskonar ívilnun. Í kjölfarið varið farið í hugmyndavinnu og reynt að tengja þetta frekar við strætóleiðirnar í gegnum bæinn. Í samstarfi við Strætó verða sleppisvæði í nálægð við allar biðstöðvar bæjarins til að hvetja fólk til að samnýta þessar tvo umhverfisvænu samgöngumáta. Þessi stæði eiga að vera þannig staðsett að þau séu ekki fyrir öðrum vegfarendum. Hopp og Zolo veita afslátt af ferðinni ef lagt er í skútustæði. Næsta markmið er síðan að fjölga þessum stæðum frekar í bæjarlandinu, t.d. við sundlaugarnar, íþróttamannvirki og önnur heit svæði sem er hægt að greina út frá upplýsingum frá rafskútuleigunum. Bæði fyrirtækin hafa verið meira en áhugasöm um þetta framtak og er það von forsvarsmanna Kópavogsbæjar að þetta framtak muni mælast vel fyrir, öllum til heilla. Að þessu tilefni var fyrsta sleppisvæðið vígt formlega í dag kl 13 á Smárhvammsvegi. Höfundur er varabæjarfulltrúi og formaður Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar