Coripharma eykur hlutafé um 1,8 milljarða króna
Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári.
Tengdar fréttir
Einn stærsti hluthafinn losaði um hlut sinn í Coripharma
Framtakssjóðurinn TFII, meðal annars einn stærsti fjárfestirinn í Coripharma um árabil, seldi nánast allan eignarhlut sinn í samheitalyfjafyrirtækinu til eigin hluthafa, einkum lífeyrissjóða. Sjóðurinn, sem hafði glímt við rekstrarerfiðleika um nokkurt skeið og sleit samstarfi sínu við Íslensk verðbréf snemma árs í fyrra, tapaði meira en 900 milljónum á árinu 2023 og náði samkomulagi við hluthafa um að leggja honum til aukið fjármagn.