Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 09:21 Gerard Butler hefur elskað Ísland um langa hríð. EPA-EFE/RONALD WITTEK Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35
Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30