Gerard Butler á klakanum í enn eitt skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. júní 2024 09:21 Gerard Butler hefur elskað Ísland um langa hríð. EPA-EFE/RONALD WITTEK Skoski leikarinn Gerard Butler er staddur á landinu. Tilefnið eru tökur á spennumyndinni Greenland: Migration en tökurnar hófust í gær. Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu. Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Fram kemur í Morgunblaðinu að tökurnar fari fram næstu tvær vikur. Þær fara fram í nágrenni Reykjavíkur en um sannkallaðan hasar verður að ræða og tökurnar í einhverjum tilvikum mjög umfangsmiklar. True North framleiðir myndina hér á landi. Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem skoski leikarinn sækir landið heim. Hann hefur reglulega komið hingað undanfarin ár, vinnu og skemmtunar vegna. Fyrst kom hann hingað til lands árið 2004 þegar hann var staddur hér við tökur á myndinni Beowulf & Grendel. Hann hrósaði landinu við tilefnið í hástert og sagði Ísland eitthvað sem hvergi annars staðar væri hægt að finna. Leikarinn hefur farið mikinn í skemmtanalífinu á Íslandi undanfarin ár. Árið 2014 var hann staddur hér í fríi og skemmti sér konunglega á Kaffibarnum svo athygli vakti. Haft var eftir gestum skemmtistaðarins í frétt á Vísi að hann hefði verið hinn skemmtilegasti og laus við alla stjörnustæla. Butler komst svo aftur í fréttir hér á landi vegna skemmtana fyrir fimm árum síðan, í lok árs 2018 og í upphafi 2019. Hann skellti sér í bíó á kvikmyndina How To Train Your Dragon 3 ásamt Ólafi Darra Ólafssyni og félögum og dvaldi í töluverðan tíma á landinu. Sást meðal annars til hans í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og á skemmtistaðnum sáluga Miami sem var eitt sinn á Hverfisgötu.
Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35 Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Gerard Butler skemmti sér á Kaffibarnum í nótt Haft var eftir honum í viðtali við shortlist.com fyrir nokkrum árum að Ísland væri uppáhalds landið hans á jörðinni 7. september 2014 12:35
Brugðu á leik með Butler Sölvi Tryggva og Halli Hansen skemmtu sér með skoska leikaranum þar síðustu helgi. 15. september 2014 14:30