Tvö hundruð milljarða afsláttur VG Inga Lind Karlsdóttir skrifar 12. júní 2024 10:01 Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun