Tvö hundruð milljarða afsláttur VG Inga Lind Karlsdóttir skrifar 12. júní 2024 10:01 Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs keppast nú við að lýsa því yfir að hreyfingin þurfi að leita í rætur sínar og muni ekki gefa frekari afslátt af stefnumálum sínum í ríkisstjórnarsamstarfi við Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Fróðlegt verður í ljósi þessara yfirlýsinga að fylgjast með afgreiðslu þeirra mála sem enn eru óafgreidd á yfirstandandi þingi. Íhuga nafnabreytingu? Eitt þeirra mála sem nú bíða afgreiðslu er frumvarp matvælaráðherra til laga um lagareldi. Að því hafa komið ekki færri en þrír matvælaráðherrar úr röðum Vinstrihreyfingarinnar græns framboð og mætti því ætla að hér væri á ferðinni mál sem endurspeglaði rækilega stefnumál þess flokks. Ef það er raunin ætti flokkurinn þó líkast til að íhuga nafnabreytingu – enda leitun að frumvarpi sem á minna skylt við vinstristefnu eða umhverfisvernd. Í frumvarpinu felst að stórfyrirtækjum sem að mestu eru í erlendri eigu eru afhentar gríðarverðmætar náttúruauðlindir endurgjaldslaust og heimilað að nýta þær til frambúðar undir mjög mengandi atvinnustarfsemi. Í áliti sem einn af matvælaráðherrum Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs aflaði við undirbúning málsins segir beinlínis að með frumvarpinu sé verið að færa þessum fyrirtækjum mikil verðmæti. Miðað við endurgjald fyrir afnot af samskonar auðlindum í Noregi má áætla að það nemi ekki minna en 200 milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt frumvarpi matvælaráðherra á að afhenda þessar gríðarverðmætu auðlindir endurgjaldslaust og án neinnar tryggingar fyrir því að verðmætin skili sér til íbúa í hlutaðeigandi byggðum. Óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu Í frumvarpinu felst heldur engin stefnubreyting hvað varðar umhverfisvernd. Áfram er gert ráð fyrir að heimilt verði að ala eldislax í opnum sjókvíum með þeim skelfilegu umhverfisáhrifum sem óhjákvæmilega fylgja slíku eldi. Þessi stefna er fest í sessi til allrar framtíðar í frumvarpinu þrátt fyrir að einhver stærstu umhverfisslys Íslandssögunnar hafi þegar átt sér stað í sjókvíaeldi á þeim örfáu árum sem það hefur verið stundað í íslenskum fjörðum. Loks er í frumvarpinu á engan hátt tekið á þeim fjölmörgu álitaefnum um dýravelferð sem fylgja þauleldi á fiski í sjókvíum þar sem sjúkdómar og sníkjudýr grassera og laxinn veikist og drepst í stórum stíl við aðstæður sem þættu ekki boðlegar við neina aðra matvælaframleiðslu. Íslenskir firðir afhentir ókeypis Þegar litið er yfir frumvarp matvælaráðherra er erfitt að koma auga á hvernig ráðherrann gæti farið að því að veita erlendum eigendum sjókvíaeldis í íslenskum fjörðum meiri afslátt en frumvarpið kveður á um. Með frumvarpinu er þessum erlendu fyrirtækjum ekki aðeins bókstaflega afhentir íslenskir firðir ókeypis til frambúðar heldur er afslátturinn af umhverfisvernd og dýravelferð sömuleiðis 100 prósent. Matvælaráðherra hefur enn tækifæri til að grípa í taumana, draga frumvarpið til baka og leggja það aftur fram endurskoðað í haust án afsláttar af hagsmunum íslenskra skattgreiðenda og íslenskrar náttúru. Verði frumvarpið hins vegar að lögum nú verður sá gjafagjörningur sem í því felst til erlendra stórfyrirtækja á kostnað íslensks almennings og náttúru ekki aftur tekinn. Kannski er það einmitt það sem fulltrúar VG eiga við þegar þeir segjast ekki ætla að gefa frekari afslátt af stefnu flokksins. Þegar búið er að afhenda erlendum stórfyrirtækjum íslenska náttúru endurgjaldslaust til frambúðar með óafturkræfum hætti er enda ekkert eftir til að gefa afslátt af. Höfundur er í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar