Innlent

Um­deild á­kvörðun ráð­herra og gosmóða yfir borginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Matvælaráðherra segir að þrátt fyrir að hún og Vinstri Græn séu á móti hvalveiðum hafi hún þurft að fara að lögum og leyfa veiðar. Hún vilji hins breyta lögunum og forsætisráðherra tekur undir að það þurfi að betrumbæta þau.

Ákvörðun ráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni og við heyrum í tveimur þessara gagnrýnisradda, Jóni Gunnarssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins og Sigursteini Mássyni stjórnarmanni í Dýraverndarsambandi Íslands, í beinni útsendingu í myndveri.

Við fjöllum einnig um gosmóðuna sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag og haft margvísleg áhrif. Hversu miklar áhyggjur þurfum við að hafa? Við leitum svara hjá umhverfisfræðingi í beinni.

Arkítekt þykir miður þegar sjónarmiðum um hönnun og hagkvæmni er stillt upp sem andstæðum. Hann gefur lítið fyrir athugasemdir þingmanna sem gagnrýna óþarfa íburð í hönnun og byggingu Fossvogsbrúar.

Við tökum líka stöðuna á framkvæmdum á Heklureitnum í beinni útsendingu og skoðum hin sögufrægu Lögréttutjöld, sem snúin eru aftur til landsins.

Í sportinu kíkjum við á golfvöllinn í Grindavík sem nú hefur verið opnaður á ný og í Íslandi í dag lítur Magnús Hlynur við í Hespuhúsinu við Selfoss.

Klippa: Kvöldfréttir 11. júní 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×