Vika einmanaleikans Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 11. júní 2024 14:01 Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Sjá meira
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun