800 nýjar íbúðir byggðar á Ásbrú Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. júní 2024 20:05 Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco á Ásbrú, sem er að gera mjög spennandi hluti með sínu fólki. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um átta hundruð nýjar íbúðir verða byggðar á Ásbrú í Reykjanesbæ á næstu árum, auk þess sem nokkrir nýir grunn- og leikskólar verða byggðir, ráðstefnuhöll, verslanir, veitingahús og hótel svo eitthvað sé nefnt. Framkvæmdirnar munu kosta um 140 milljarða króna. Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Það er Kadeco sem stýrir uppbyggingunni á Ásbrú en Kadeco er þróunarfélag í eigu fjármálaráðuneytisins, sem var upphaflega stofnað til að koma eigum varnarliðsins í borgaraleg not eins og það er kallað. „Við erum í samvinnu við Reykjanesbæ að bjóða út lóðir og við erum komin í deiliskipulagsverkefni sömuleiðis upp undir 800 íbúðir, sem á að byggja hérna á næstu árum,” segir Pálmi Freyr Randversson, forstjóri Kadeco og bætir við. „Þetta er virkilega spennandi verkefni og þarft verkefni. Íslenska ríkið tekur við þessum eignum hérna á Ásbrú fyrir næstum 20 árum og ýmislegt hefur gerst. Það er búið að selja allar eignirnar nú þegar og hérna býr fullt af fólki, hér er dásamlegt samfélag og núna ætlum við að taka næsta skref, þétta byggð og bjóða upp á meiri þjónustu, verslun, veitingahús og þess háttar.” Í dag búa um 5 þúsund íbúar á Ásbrú en eftir tuttugu ár verða þeir orðnir um 15 þúsund ef áætlanir Kadeco ganga eftir. En það á ekki bara að byggja íbúðarhús á Ásbrú. „Við erum náttúrulega mitt á milli Ameríku og Evrópu. Við sjáum möguleika hérna að byggja litla útgáfu af Hörpu þannig að það sé hægt að hittast á þessu svæði og halda ráðstefnur, fundi og þess háttar,” segir Pálmi. Ásbrú er bæjarhluti í Reykjanesbæ, sem byggist upp á fyrrum varnarsvæði bandaríska hersins við Keflavíkurflugvöll. Kadeco hefur leitt umbreytingu svæðisins úr varnarstöð í samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs, með um 5000 íbúum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver er kostnaður við verkefnið? „K 64 áætlunin okkar hjá Kadico hún gerir ráð fyrir 140 milljörðum til næstu 25 ára í fjárfestingum á svæðinu.” En af hverju ætti fólk að flytja á Ásbrú? „Hérna ertu steinsnar frá umheiminum, þú býrð við hliðina á flugvelli þannig að þú ert enga stund að fara hvert sem þig langar að fara. Hérna eru uppbyggingartækifærin gríðarleg og atvinnutækifærin eru ótrúlega og eiginlega hvergi meiri á landinu,” segir Pálmi Freyr. Heimasíða Kadeco Kadeco, hefur það meginmarkmið að leiða samstarf íslenska ríkisins, Isavia, Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar um skipulag, þróun, hagnýtingu og markaðssetningu lands við Keflavíkurflugvöll.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Suðurnesjabær Húsnæðismál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira