Vestmanneyjabær mótmælir efnisvinnslu Heidelberg við Landeyjahöfn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2024 06:40 Um er að ræða sama fyrirtæki og hyggur á rekstur mölunarverksmiðju í Ölfusi. Vísir/Egill Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum gera alvarlegar athugasemdir við áform HeidelbergCement Pozzolanic Materials ehf. um efnisvinnslu í sjó úti fyrir Landeyjahöfn. Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum. Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Í umsögn Vestmannaeyjabæjar segir meðal annars að á svæðinu sem um ræðir sé að finna „líflínur“ samfélagsins í Vestmannaeyjum; neysluvatn, rafmagn og samgönguhöfn heimamanna. Skemmdir á þeim hefðu verulegar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér. „Vestmannaeyjabær telur að hagsmunir samfélagsins og hagsmunir sjávarútvegs Íslands, sem óvissa og áhætta ríkir um vegna ófyrirséðra og óafturkræfra áhrifa fyrirhugaðrar framkvæmdar, hljóti að vega þyngra en ósk fyrirtækis um námugröft á einu mikilvægasta hryggningarsvæði Íslandsmiða,“ segir meðal annars í umsögn bæjaryfirvalda. Þar segir að umrætt framkvæmdasvæði sé afmarkað við netlögn sem sé 115 metrar frá stórstraumsfjöruborði og dýpi áætlað um 2,5 metrar og út á 40 metra dýpi. Það sé samtals um 96 ferkílómetrar að stærð og fyrirhugað sé að vinna allt að 80 milljónir rúmmetra ef efni á svæðinu á 30 árum, eða 2,67 milljón rúmmetra á ári. Óvissa, áhætta og óafturkræfi Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við ófyrirsjáanlegar afleiðingar efnistökunnar og vísar til umsagna annarra aðila á borð við Vegagerðina, HS-Veitur, Landsnet og Hafrannsóknarstofnun. Segir meðal annars að efnisnám í nálægð við innviði gæti haft áhrif á set og þá sé svæðið innan mikilvægs hryggningarsvæðis margra fiskistofna, þar með talið loðnu og þorsks. „Áhrif efnistöku með dælingu á egg, lirfur og seiði margra fisktegunda eru að miklu leyti óþekkt. Að auki er um að ræða mikilvægt uppeldissvæði fyrir fjölmargar fisktegundir og er svæðið því verðmætt fyrir sjávarútveg á Íslandi,“ segir meðal annars í umsögninni. Það er niðurstaða bæjaryfirvalda að óvissa, áhætta og óafturkræfi framkvæmdanna sé slík að ekki sé ásættanlegt að veita heimild fyrir þeim eins og þær eru lagðar upp. Þá hefði verið eðlilegt að leita umsagnar mun breiðari hóps hagaðila, meðal annars aðila í sjávarútvegi. „Ekki eru ljós áhrif fyrirhugaðar efnisvinnslunnar á Landeyjarhöfn og sandflutninga í kringum hana eða áhrifin á öryggi innviða eins og vatnsleiðslur, rafstrengi, fjarskiptastrengi sem allir liggja í sjó og hluta til grafnir í sand. Einnig geti fyrirhuguð framkvæmd ógnað mikilvægum nytjastofnum. Vestmannaeyjabær ítrekar að sveitarfélagið getur aldrei veitt jákvæða umsögn á meðan ekki er hægt að tryggja að efnisvinnslan hafi engin áhrif á nytjastofna eða ógni lífæðum samfélagsins þegar um slíka gríðarlega mikilvæga innviði er að ræða sem eru forsenda byggðar í Vestmannaeyjum,“ segir að lokum.
Vestmannaeyjar Deilur um iðnað í Ölfusi Stjórnsýsla Sjávarútvegur Landeyjahöfn Rangárþing eystra Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira