Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:01 Elliot í sjúkraflugi frá Íslandi heim til Norwich. Þar tók við tveggja vikna spítalavist til viðbótar við þriggja vikna dvöl á Landspítalanum. Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent