Loksins kominn heim eftir slysið á Íslandi sem umturnaði lífi hans Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 13:01 Elliot í sjúkraflugi frá Íslandi heim til Norwich. Þar tók við tveggja vikna spítalavist til viðbótar við þriggja vikna dvöl á Landspítalanum. Breskur ferðamaður, sem slasaðist alvarlega í bílslysi á Íslandi í apríl, segir kraftaverk að hann sé enn á lífi. Hann er loksins kominn heim eftir fimm vikur á sjúkrahúsi og hlakkar til að giftast sínum heittelskaða, eftir að þeir trúlofuðu sig á gjörgæslu Landspítalans. Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum. Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Zak Nelson og Elliot Griffiths komu til Íslands 19. apríl síðastliðinn. Slysið varð á fyrsta degi ferðalagsins, bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist og Elliot slasaðist alvarlega, eins og Zak lýsti í viðtali í fréttum Stöðvar 2 skömmu eftir slysið. Elliot var þá of þungt haldinn til að veita viðtal en nú, eftir þrjár vikur á Landspítalanum, sjúkraflug heim til Norwich og tveggja vikna dvöl á sjúkrahúsi þar til viðbótar, horfir allt til betri vegar. „Þetta hefur verið ferðalag, það er langt í að ég nái bata. Ég er enn að venjast því hvað ég get og hvað ég get ekki gert,“ segir Elliot við fréttamann gegnum fjarfundarbúnað. Hann er með Zak sér við hlið á heimili þeirra í Norwich. Viðtalið við Elliot úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Kraftaverk að vera á lífi Elliot segir starfsfólk Landspítalans hafa unnið kraftaverk. „Það var stundum ógnvekjandi. Ég áttaði mig stundum á því hvað ég var nálægt því að láta lífið. Það skelfilegasta var að ég hélt að ég myndi deyja og að ég gæti ekki kvatt þig [Zak]. Að þetta væri búið. En teymið á gjörgæsludeildinni hélt mér á lífi og núna get ég setið hérna, sem er í rauninni kraftaverk. Ég hefði ekki átt að lifa af það sem við lentum í.“ Elliot, þungt haldinn og undir áhrifum sterkra lyfja þegar hann var fluttur á Landspítalann, bað Zak um að giftast sér þá og þegar, eins og fram hefur komið. „Eitt augnablik hélt ég að hann [Zak] hefði dáið á leiðinni á spítalann. Þegar mér varð ljóst að hann væri enn á lífi, því ég heyrði röddina í honum... Þegar ég hélt að hann væri dáinn varð mér ljóst að ég gæti ekki lifað án hans. Fyrsta spurning Zaks eftir bónorðið var raunar: Ertu alveg viss?“ Veifuðu íslenska fánanum Zak og Elliot eru miklir Eurovision-aðdáendur og fylgdust með keppninni frá sjúkrabeði þess síðarnefnda. Þeir keyptu íslenska fánann sem hangir á milli þeirra sérstaklega fyrir tilefnið. „Við veifuðum fánanum, dönsuðum um sjúkrastofuna... Ja, þú [Zak] dansaðir um stofuna, ég dansaði í rúminu, og nutum þess að horfa á Eurovision. Þarna glitti í eðlilegt ástand.“ Viðtalið við Zak á Landspítalanum úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 28. apríl má sjá hér fyrir neðan. Brúðkaup þeirra Zaks og Elliots er svo á dagskrá um leið og Elliot hefur heilsu til. „Áreksturinn reyndi að taka framtíðina frá okkur svo ég get ekki beðið eftir að fagna þeirri framtíð sem við höfum. Þetta verður fallegt brúðkaup.“ En munu þeir einhvern tímann snúa aftur til Íslands í fríið sem aldrei varð? Elliot var hikandi fyrst um sinn en Ísland togar í hann. „Mér þætti yndislegt að sjá Reykjavík, ég gat ekkert skoðað mig um. Ég sá kirkjuna [Hallgrímskirkju] út um gluggann á spítalanum en náði aldrei að fara og skoða hana. Þannig að mér þætti frábært að fara aftur á spítalann og þakka fólkinu sem bjargaði lífi mínu,“ segir Elliot. „En við munum ef til vill ekki keyra neitt,“ bætir hann kíminn við að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Tengdar fréttir Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47 Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Langt í að þeir nái sér að fullu Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 28. apríl 2024 19:47
Trúlofuðust á gjörgæslunni eftir bílslys á Íslandi Litlu mátti muna þegar breskir ferðamenn lentu í bílslysi hér á landi fyrir rúmri viku. Annar þeirra liggur enn á spítala en á meðan tóku þeir ákvörðun um að trúlofast. 26. apríl 2024 23:51