„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 12:29 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu var mættur á svæðið um klukkan 7 í morgun. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54