„Þetta er nánast allt eins og við áttum von á“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. júní 2024 12:29 Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu var mættur á svæðið um klukkan 7 í morgun. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir atburðarrás morgunsins við Svartsengi hafa verið viðbúna. Helstu vandræðin núna séu gróðureldar sem kviknað hafa út frá hrauninu og slökkviliðið berst við. Hann segir Bláa lónið ekki í hættu. Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Síðustu daga hefur hraun runnið hægt norðan við og meðfram Sýlingarfelli í átt að Grindavíkurvegi. Í morgun jókst hraðinn skyndilega og hraun tók að renna með mun meiri krafti í átt að veginum norðan varnargarðanna við Svartsengi. Hraunið náði yfir Grindavíkurveg um klukkan 11. Almannavarnir „Þetta er hraun sem er búið að vera bunkast upp síðan gosið byrjaði austan við Sýlingarfellið og pakkaði sér meðfram því," segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Þetta er svona eins mjög þykkt, seigfljótandi, ekki eins hratt og þunnfljótandi eins og við höfum séð þegar gosin eru að byrja.Tungan var komin meðfram varnargarðinum fyrir helgi. Atburðarrásin hófst um klukkan fimm í morgun og viðbragðsaðilar voru mættir á svæðið um klukkan sjö. Klukkan tíu var búið að loka gati í varnargarðinum sem hafði verið haldið opnu vegna samgangna. Hraunið var komið yfir Grindavíkurveg klukkan 11. Jón Haukur segir atburðarrás morgunsins hafa verið viðbúna. „Við erum búnir að vera með augun á þessu mjög grannt alla vikuna. Þessi uppsöfnun er búin að vera frá því að eldgosið hófst en það er ómögulegt með þessa seigu massa að segja hvenær þeir vilja leggja af stað. Svo ákveður hann að leggja af stað þarna. Þetta er nánast allt eins og við áttum von á.“ Jón Haukur hefur leitt vinnu við varnargarða og vegvinnu á Reykjanesi síðustu mánuði.Vísir/Vilhelm Ákveðið var að opna Bláa lónið ekki í morgun og gestum hótelsins auks starfsfólks gert að yfirgefa svæðið. Jón Haukur segir lónið þó ekki í hættu. „Bláa lónið er innan varnagarða og vel farið. Þetta er ekkert að fara ná þangað. Þetta truflar umferð gesta í lónið fyrst og síðast.“ Gróðureldar helsta vandamálið Aðspurður um hvort hætta sé á að hraunið fari yfir varnargarðana við Grindavík segir Jón Haukur að steinar séu farnir að rúlla yfir en hann eigi ekki von að massinn úr hrauninu fari langt. „Hann rennur samhliða garðinum og í raun töluvert fyrir utan hann. Þetta er þykkt og mikið og á meðan þetta hefur þennan slagkraft og þetta flæði þá er ekki að fara myndast gríðarlegt yfirflæði.“ Hins vegar séu steinarnir sem rúlla yfir að kveikja í gróðri handan varnargarðarins. „Það er helsta vesenið sem er verið að eiga við núna,“ segir Jón Haukur en slökkviliðið er að eiga við eldana. Hann segir grannt fylgst með stöðunni og að helstu verkefni dagsins snúist um að vinna í samgöngum á svæðinu fyrir veitufyrirtæki, verktaka og viðbragðsaðila.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bláa lónið Tengdar fréttir Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Hraun runnið að Grindavíkurvegi Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga er komið að Grindavíkurvegi norðan varnargarðanna við Svartsengi. Búið er að loka gati í varnargarðinum auk þess sem búið er að loka Bláa lóninu. 8. júní 2024 09:54