Elvar er uppalinn Njarðvíkingur en verið víðförull á sínum ferli. 18 ára gamall fór hann í háskólaboltann í Bandaríkjunum eftir að hafa gert það gott tvö tímabil í röð í íslensku úrvalsdeildinni.
Eftir útskrift árið 2018 hefur hann ferðast víða um Evrópu og aldrei stoppað í meira en eitt ár á hverjum stað. Hann hefur leikið í Frakklandi, Svíþjóð, Litháen, Belgíu og Ítalíu.
Grikkland er nú orðið hans heimili, hann mun þó þurfa að flytja því PAOK er staðsett í Þessalóníku en nýja félagið Maroussi í úthverfi höfuðborgarinnar Aþenu.
Hann var lykilmaður hjá PAOK á nýafstöðnu tímabili, með 11,8 stig og 5,9 stoðsendingar að meðaltali í leik. PAOK endaði í 9. sæti deildarinnar, Maroussi í 10. sætinu.