Atvinnulaus leikskólakennari, það er víst til Tinna Berg Damayanthi Rúnarsdóttir skrifar 7. júní 2024 15:00 Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Árborg Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ég er fjögurra barna móðir, búsett í Árborg, ég er leikskólakennari að mennt ásamt að öðlast BA gráðu í Félagsvísindum núna á næstu vikum. Ég á börn á leikskólaaldri sem hafa seint komist inn á leikskóla og aldrei komist inn til dagforeldra þrátt fyrir að hafa sótt um mjög snemma á meðgöngu. Næst yngsti sonur minn fæddur júlí ´21 komst inn síðasta haust þá rúmlega 2 ára. Yngsti sonur minn kemst ekki inn fyrr en haustið ´25 þá rúmlega 2,5 ára. Og eins og fyrr hefur komið fram enginn af þeim hefur komist til dagforeldra. Undanfarin ár hef ég stundað fullt nám við Háskólann Á Akureyri með börnin heima þar til þeir fá leikskólapláss undir gríðarlegu álagi, safnandi námslánum því sem námsmaður hef ég rétt á 6 mánuðum á fæðingarstyrk námsmanna ( 201.000 kr). Ekki get ég verið heima hjá mér launalaus í rúmlega tvö ár. Það er ekki einungis streituvaldandi að vita ekki hvernig maður á að lifa þegar maður kemst ekki til starfa, heldur maður þarf að leggja á sig og fjölskyldu sína mikið álag til að reyna að hafa einhverjar tekjur. En afhverju furða ég mig á vinnubrögðu sveitarfélagsins? Ég sendi þáverandi sveitarstjóra Fjólu mail í byrjun árs, við höfum átt í þónokkrum samskiptum bæði í gegnum tölvupóst og síma og hefur hún sýnt stöðu minni mikinn skilning og virkilega reynt að leggja sig fram til að hafa einhver svör eða lausnir fyrir mig en eins og flestir vita er hún nú farin frá, ég er henni virkilega þakklát fyrir hjálpina. Nú, eins og fyrr hefur komið fram er ég leikskólakennari að mennt. Auðsótt starf hafði ég haldið því eins og flestir vita er vöntun á leikskólakennurum á leikskóla landsins, en greinilega ekki í Árborg. Þegar ég menntaði mig grunaði mig aldrei að ég yrði einhverntíman atvinnulaus einungis vegna þess að barnið mitt kæmist ekki í daggæslu. Eins og mörgum er kunnugt um þá fer leikskólakennurum fækkandi, þeir snúa ekki til starfa eftir nám eða hefja störf á öðrum vettvangi, færri sækja um námið og svo framvegis, væri þá ekki eðlilegt að reyna að vinna í því að fá leikskólakennara til starfa á leikskólum landsins. Það þarf mikið að breyta bæði vinnuumhverfi starfsfólk leikskóla, aðstæðum og öðrum eins og við flest vitum en að leikskólakennari geti ekki snúið til starfa er eiginlega til háborinnar skammar. Hér í Árborg er enginn starfsmannaforgangur, ekki einu sinni fyrir leikskólakennara. Hér eru engar heimgreiðslur fyrir foreldra sem ekki komast á vinnumarkaðinn vegna vöntunar á daggæslu. Svo núna blasir við mér að ég verði hugsanlega fyrsti atvinnulausi leikskólakennarinn næsta haust, það hljómar nú frekar galið ekki satt? En ekki get ég sótt um atvinnuleysisbætur því ekki er ég með örugga daggæslu fyrir barnið. Það stefnir í að ég fari í Meistaranám í haust á námslánum, á sama tíma og ég er heima með yngsta son minn ( sem sagt ekki að njóta þess að vera með honum) sem er bæði gríðarlegt álag fyrir mig og fjölskyldu okkar, því það er mikið álag að stunda fullt nám, læra fyrir próf, skrifa ritgerðir og reyna að sinna eins árs gömlu barni. Ég er ansi smeyk um að með þessu áframhaldi verði það til þess að ég geti hreinlega ekki snúið aftur til starfa sem leikskólakennari, starfi sem ég lagði á mig menntun til að ná, starfi sem ég elska að sinna, mínu draumastarfi. Ég hef sent margann tölvupóstinn á Árborg eða símtölin, en hef ekki fengið svör, það ætla allir að skoða málið. „afhverju er ekki forgangur fyrir starfsfólk eða leikskólakennara“ Því jú, það ætti nú heldur betur að vera „win win“ fyrir alla. Og afhverju eru ekki heimgreiðslur? Um daginn var bæjarstjórnarfundur þar sem samþykkt var að veita foreldrum styrk sem nú eiga börn hjá dagforeldrum sem eru orðin 18 mánaða, sem er frábært framlag en á meðan eins og svo oft áður gleymist fólkið sem ekki getur snúið til starfa. Mín von er sú að með þessum pistli fái ég einhver svör, að einhverjar breytingar verði gerðar svo ég geti snúið til starfa í draumastarfinu mínu. Höfundur er leikskólakennari, fjögurra barna móðir og námsmaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar