Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 16:01 Elmar Gauti á titil að verja á ICEBOX. Vísir/Stöð 2 Sport Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks Elmar Gauti Halldórsson, tvöfaldur meistari á mótinu en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. „Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld. Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
„Tilfinningin er frábær. Þetta er bara það besta sem ég geri, að stíga þarna upp í hringinn í Kaplakrika fyrir framan 1000-1500 manns. Þetta er bara frábært,“ sagði Elmar Gauti í samtali við Stöð 2 Sport. „Þú bara zone-ar út. Síðast var ég með Alexander Jarl að synga þegar ég labbaði inn og það var frábært. Maður bara lifir sig inn í þetta og svo stígur maður inn í hring og þá heyrir maður nákvæmlega ekki neitt. “ Í ár mun ICEBOX fara þannig fram að íslenskt hnefaleikafólk mætir hnefaleikafólki frá Noregi og Elmar segir það öðruvísi tilfinningu þegar hann stígur inn í hringinn að vita það að hann sé að einhverju leyti fulltrúi Íslands. „Í mars mætti ég besta boxara Noregs í mínum þyngdaflokki. Ég tapaði reyndar, en þetta er ekki sá gæi. Ég held að ég eigi mjög góða möguleika á móti þessum gæja.“ Æfði með þjálfara Conor McGregor Elmar segir að undirbúningurinn fyrir stóra kvöldið hafi kannski ekki verið eins og best verður á kosið, en hann hafi þó fengið góð ráð frá afar færum þjálfara. „Ég er alltaf að æfa og er alltaf tilbúinn, en ég fékk þennan bardaga samt með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að sætta mig við að vera ekki að berjast en fékk svo þennan bardaga rétt áður en ég hoppaði út til Írlands fyrir tveimur vikum. Þannig að aðalundirbúningurinn var eiginlega bara úti í Írlandi.“ „Ég var svo með ansi þekktum hnefaleikaþjálfara, Phil Sutcliffe, þjálfaranum hans Conor McGregor.“ „Það er klárlega mjög gott að geta æft með öðrum. Við erum alltaf að æfa með þeim sömu hérna heima þannig að fara svona út er bara frábært.“ Klippa: Ætlar að bæta öðru belti í safnið: „Get ekki farið að gefa krökkunum séns“ Á titil að verja Elmar hefur fagnað sigri á ICEBOX síðastliðin tvö ár og í fyrra var bardagi hans gegn Aleksandr Baranovs valinn besti bardagi kvöldsins. Að launum hlaut Elmar veglegt belti, eins og venjan er í boxheiminum. „Mér finnst ennþá mjög skrýtin tilfinning að fá belti á Íslandi. En þetta var frábær tilfinning. Davíð þjálfari var búinn að segja við mig að ef ég myndi klára þennan bardaga þá myndi ég fá þetta belti og einhvernveginn í þriðju lotunni náði ég geggjuðu höggi og náði að klára bardagann. Það er eiginlega ólýsanlegt að fá að eiga svona belti.“ Markmið kvöldsins er þó skýrt. Að bæta nýju belti í safnið. „Ég get ekki farið að gefa krökkunum séns þannig ég ætla að gera mitt besta til að fá næsta belti líka.“ Hægt er að horfa á viðtalið við Elmar í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður frá aðalhluta ICEBOX hnefaleikakvöldsins í Kaplakrika í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 og hefst útsendingin klukkan níu í kvöld.
Box Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti