Hjúkrunarfræðingar fordæma aukið aðgengi að áfengi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2024 11:16 Hjúkrunarfræðingar segja segja áfengi einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur skorað á Alþingi og Ríkisstjórn að takmarka sölu á áfengi og standa þannig vörð um lýðheilsu þjóðarinnar. Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áskorunin komi í ljósi „óheillaþróunar á sölu áfengis“. „Áfengi er ekki venjuleg neysluvara. Neysla hennar hefur skaðleg áhrif á heilsu og ekki eru nein þekkt viðmið um skaðlausa notkun hennar,“ segir í tilkynningunni. Áfengi sé einn af fjórum algengustu áhættuþáttum fyrir langvinnum sjúkdómum, hafi áhrif á myndun ýmissa tegunda krabbameina, sykursýki, hjartasjúkdóma, skorpulifur og heilablóðfalls. Fjölmargar alþjóðlegar rannsóknir sýni að aukið aðgengi að áfengi hafi í för með sér aukna notkun þess, sem leiði til aukinna heilbrigðis- og félagslegra vandamála, „með tilheyrandi kostnaði og þjáningu fyrir samfélagið“. Þá er vísað í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, þar sem segir að stuðlað verði að heilbrigðu samfélagi og það séu sameiginlegir hagsmunir að lögð sé áhersla á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðismál. Að auki er vísað í lýðheilsustefnu Alþingis til árs 2030, þar sem stefnt er að því að Íslendingar verði meðal fremstu þjóða í lýðheilsustarfi sem byggist á bestu vísindaþekkingu og reynslu. Spá afturför í baráttu fyrir bættri lýðheilsu „Núverandi fyrirkomulag þar sem hægt er að kaupa áfengi utan afgreiðslutíma verslana ÁTVR og fá það sent heim til sín á skömmum tíma er veruleg aukning á aðgengi fólks að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi er ekki í samræmi við stjórnarsáttmála né lýðheilsusjónarmið þau sem sett hafa verið,“ segir í tilkynningunni. Hjúkrunarfræðingar starfi á öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og séu viðamestu hlutverk þeirra heilsuvernd, heilsuefling og forvarnir. „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er alfarið mótfallið breytingum sem hafa í för með sér aukið aðgengi að áfengi. Það mun leiða til aukinnar heildarneyslu sem er með öllu andstætt bættri lýðheilsu þjóðarinnar. Ef núverandi fyrirkomulag heldur áfram án aðgerða eða verður lögfest, þá munum við sjá gríðarlega afturför í baráttunni fyrir bættri lýðheilsu.“ „Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar því á Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030, ríkisstjórnina að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar,“ segir jafnframt í tilkynningunni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira