Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina: „Hún ákvað að verða Messi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júní 2024 13:00 Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir komandi umferð í Bestu-deild kvenna. Vísir/Stöð 2 Sport Landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir hituðu upp fyrir sjöundu umferð Bestu-deildar kvenna sem fram fer á morgun, laugardag. Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“ Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Heil umferð verður leikin í Bestu-deild kvenna á morgun. Þrír leikir hefjast klukkan 14:00 og tveir klukkan 16:15, en allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Glódís og Sveindís fóru einnig yfir síðustu leiki íslenska kvennalandsliðsins þar sem þær voru sem fyrr í lykilhlutverki. Liðið lék tvo leiki gegn Austurríki þar sem Ísland hafði betur á Laugardalsvelli, en liðin skiptu stigunum á milli sín ytra. Íslenska liðið vann 2-1 sigur hér heima með mörkum frá Hlín Eiríksdóttur og Hildi Antonsdóttur, en mark Hlínar varð til upp úr því að Guðrún Arnardóttir tók magnaðan sprett upp völlinn og kom boltanum á Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur sem lagði markið upp. „Guðrún ákvað að verða Messi,“ sagði Glódís í upphitunarþættinum. „Hún sagði það fyrir leik að hún yrði Messi,“ bætti Sveindís við. „Hún ætlaði að spila eins og Amanda. Amanda, Messi, þetta er svona svipað.“ Klippa: Glódís og Sveindís hita upp fyrir Bestu-deildina Búast við endurteknu efni Þær stöllur voru þó ekki aðeins mættar til að ræða íslenska landsliðið. Þær fóru um víðan völl og ræddu meðal annars þýska bikarúrslitaleikinn þar sem Glódís og Sveindís mættust einmitt með félagsliðum sínum, Bayern München og Wolfsburg. Einnig fóru þær yfir gengi sinna liða í Meistaradeild Evrópu og stemninguna á völlum Þýskalands. Að lokum voru þær svo beðnar um að spá í spilin fyrir Bestu-deildina. Báðar voru þær sammála um að lítil breyting yrði á því hvaða lið myndu keppast um Íslandsmeistaratitilinn frá undanförnum árum. „Það er svo lítið búið af þessari deild. En ég held að þetta verði bara Breiðablik eða Valur,“ sagði Sveindís og Glódís var sammála. „Ég held að Valur sé kannski með smá meiri reynslu, en það verður spennandi að sjá hvað Nik [Chamberlain] gerir með Breiðablik og hvort að þær geti tekið þetta með þennan unga og tiltölulega nýja hóp.“
Besta deild kvenna Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira