Hafa ekki lokið afgreiðslu á kæru í þrjú ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 6. júní 2024 14:38 Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menninga- og viðskiptaráðherra. Vísir/Arnar Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir vinnubrögð menningar- og viðskiptaráðuneytisins en kvartað hefur verið yfir miklum töfum á afgreiðslu mála hjá ráðuneytinu. Ráðuneytið braut gegn málshraðareglu stjórnsýslulaga að mati umboðsmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“ Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu umboðsmanns Alþingis en þar er einnig tekið fram að ráðuneytið hafi svarað fyrirspurnum umboðsmanns seint og illa og seinagangurinn því töluverður í ráðuneytinu. Málin sem umboðsmaður vísar til varðar tafir á afgreiðslu ráðuneytisins á stjórnsýslukæru frá miðju ári 2021 og öðru máli frá upphafi síðasta árs. Hefur ráðuneytið því ekki afgreitt umrædda stjórnsýslukæru á þremur árum. Segja annir útskýra seinagang Umboðsmaður Alþingis lauk kvörtun varðandi eldra málið í millitíðinni í ljósi fyriráætlana ráðuneytisins um að úrskurða í því. Áður en umboðsmaður lauk áliti um kvörtunina hafði lögmaður málshefjanda stjórnsýslukærunnar margítrekað kæruna og óskað eftir upplýsingum um stöðu hennar. Í hvert skipti fékk lögmaðurinn þau svör frá ráðuneytinu að niðurstöðu væri að vænta innan skamms. Í málunum tveimur þurfti umboðsmaður síendurtekið að ganga eftir svörum frá ráðuneytinu en ráðuneytið bar fyrir sig að seinagangurinn væri vegna anna og álags. „Að sögn ráðuneytisins eru þessi tvö mál komin í forgang en úrskurðir liggi þó sennilega ekki fyrir fyrr en um mánaðamótin ágúst/september nk,“ segir í tilkynningu umboðsmanns. Í ljósi þessa ítrekar umboðsmaður að samkvæmt málshraðareglu stjórnsýslulaga eigi ákvarðanir að vera teknar svo fljótt sem unnt er. Krefur ráðuneytið um úrbætur „Margra mánaða og jafnvel áralangar óútskýrðar tafir verði ekki réttlættar með vísan til anna og álags,“ segir í tilkynningu og umboðsmaður beinir því til ráðuneytisins að gera ráðstafanir til að bæta úr núverandi fyrirkomulagi. „Óskað er eftir svörum frá ráðuneytinu um hvort ábendingarnar leiði til einhverra viðbragða og þá hverra. Jafnframt að veittar verði upplýsingar um fjölda úrskurða sem það hafi kveðið upp frá 23. apríl 2023 og, sé þeim til að dreifa, hvað líði birtingu þeirra á vef Stjórnarráðsins.“
Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira