Ríkisstjórnin hafi sjálf skilyrt stuðning við Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 11:50 Þorbjörg Sigríður sakar utanríkisráðherra og ríkisstjórn um hræsni. vísir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina sjálfa hafa fallið á því prófi að styðja Úkraínu. Hún hafi raunar skilyrt stuðning sinn „við það sem henni liði vel með“. Þorbjörg vísar þar til afnám tollfrelsis á úkraínskum landbúnaðarvörum sem hafi strandað á sérhagsmunaaðilum. Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Í dag birti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir grein á Vísi þar sem hún gagnrýnir harðlega þá utanríkisstefnu sem Halla Tómasdóttir bryddaði upp á í kappræðum í aðdraganda forsetakosninga. Inntakið er ekki væri sjálfsagt að Ísland kaupi vopn fyrir Úkraínu án samtals. Ísland gæti stutt Úkraínu með öðrum leiðum. Þórdís Kolbrún segir þetta hrokafulla afstöðu „að Úkraínumenn kaupi ekki það sem þá vantar helst heldur það sem okkur sjálfum líður best með“. Stuðningur Íslands við varnir Úkraínu gegn Rússum sé ekki andstaða við frið, heldur séu varnir til þess að verja friðinn. Þorbjörg Sigríður er sammála Þórdísi Kolbrúnu um þessa stefnu Íslands, þó það sé holur hljómur í því að kvarta undan skoðunum forseta í þessum efnum, sem hafi ekkert með málið að gera. Ríkisstjórnin hafi hins vegar sjálf fallið á þessu prófi, það er stuðningi við Úkraínu. „Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla“ „Það gerði hún þegar hún gat ekki hugsað sér að verða við beinni beiðni frá Úkraínu um fjárhagslegan stuðning með tollfrelsi á landbúnaðarvörum. Ástæðan var sú að ríkisstjórninni leið ekki vel með gagnrýni frá sérhagsmunaaðilum í matvælaframleiðslu. Hópi sem alltaf á greiðan aðgang að þessari ríkisstjórn,“ segir Þorbjörg Sigríður í pistli á Facebook. Og ennfremur: „Um leið og hagsmunaaðilar í matvælaframleiðslu mótmæltu neitaði ríkisstjórnin að framlengja þennan efnahagslega stuðning – sem Úkraína hafði berum orðum óskað eftir. Þar með var fjárhagslegur stuðningur ríkisstjórnarinnar skilyrtur við það sem ríkisstjórninni leið vel með og ekkert umfram það. Bréf frá Úkraínu þar sem sérstaklega var beðið um þennan stuðning taldi ekkert.“ Heitar umræður sköpuðust á þingi þegar lítill minnihluti stóð í vegi fyrir því að tollfrelsið yrði framlengt. Þorbjörg Sigríður rekur það hvernig Úkraínumenn hafi kallað eftir þessum stuðningi frá EFTA-ríkjum og fellt niður tolla á allar vörur inn á sitt yfirráðasvæði. „Ísland samþykkti þessa aðgerð til að byrja með og fetaði þar í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands. En þetta gátu íslensk stjórnvöld bara hugsað sér að gera í eitt ár. Þegar kom að því að framlengja þennan stuðning strandaði málið á afstöðu ríkisstjórnarinnar vegna þess að sérhagsmunaaðilar mótmæltu. Þannig var nú utanríkisstefna ríkisstjórnarinnar í reynd. Einhver gæti sagt þá afstöðu hrokafulla,“ segir Þorbjörg Sigríður að lokum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Utanríkismál Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Náðu manninum úr sjónum Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira