Langar að taka eitt ár í viðbót í Katar: „Ekki hættur með landsliðinu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júní 2024 14:02 Aron Einar á æfingum með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson „Ég er ekki hættur með landsliðinu en ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég er bara að reyna koma mér í gang,“ segir knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið. Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira
Í þættinum valdi hann ellefu bestu samherja sína frá félagsliðaferlinum og stillti upp í byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann spilaði með frá tíma sínum í Þór, AZ Alkmaar, Coventry, Cardiff og Al-Arabi. Aron hefur verið að glíma við meiðsli undanfarna mánuði sem hafa haldið honum frá knattspyrnuvellinum. Hann kvaddi Al-Arabi á dögunum eftir fimm ára dvöl í Katar. Hann stefnir aftur á móti að því að spila eitt ár til viðbótar í Katar og vonast til að finna sér nýtt lið þar í landi. Aron er 35 ára og mun enda ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu Þór á Akureyri eins og hann hefur talað um í mörg ár. „Ef ég næ að koma mér af stað þá er ég í stöðugu sambandi við Åge [Hareide]. Mér líst mjög vel á Åge og hann kemur virkilega vel inn í þetta. Hann er í rauninni bara að bíða eftir því að ég verði leikfær til að geta valið mig. Ég ætla bara að reyna koma mér í gang í sumar og reyna æfa eins og almennilegur fótboltamaður og ekki bara í ræktinni eins og ég hef verið að gera síðasta árið. Svo kemur þetta bara í ljós. Við værum til í að vera eitt ár í viðbót í Katar og koma svo heim og klára ferilinn með Þór. Ef það gerist í sumar, þá er það bara þannig. Ef ekki þá er það allt í lagi. Ég er ekki að stressa mig. Ég er 35 ára og er ekki að stressa mig mikið á þessu eins og staðan er í dag,“ segir Aron. Hér að neðan má hlusta á allan þáttinn en Aron ræðir um framtíðina undir lok hans.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Sjá meira