„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júní 2024 10:54 Þórhallur Heimisson ræddi áttatíu ára afmæli innrásarinnar í Normandí. Minningarathöfn var haldin á Gold ströndinni í Normandí í morgun. vísir/getty Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur. Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þórhallur ræddi tímamótin og ferðina í Bítinu. Hann heldur til Normandí síðar á árinu í tilefni þessara tímamóta. „Það er ótrúlegt að koma þarna vegna þess að það er eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum,“ segir Þórhallur sem kveðst vera „ólæknandi söguáhugamaður“. Hann fór síðast í formlega ferð til Normandí fyrir tuttugu árum, á sextíu ára afmæli innrásarinnar. „Ég var að gefa út bók þarna, sem heitir Ragnarök, og fjallaði um tíu stærstu orrustur sögunnar. Úrslitaorrustur sem háðar hafa verið og breytt veraldarsögunni. Ein af þessum orrustum var Normandí og einhverjir höfðu samband til að spyrja hvort við skyldum ekki fara til Normandí og úr varð 50 manna ferð á þessar slóðir.“ Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast innrásarinnar. Þórhallur tekur undir að meira mætti gera úr þessum atburði. Íslendingar gleymi hversu nálægt þeir standi þessari árás. „Margir kanadískir og breskum hermönnum, sem voru á Íslandi, sem voru sendir á innrásardaginn til Normandí og féllu þar. Í ferð okkar fyrir tuttugu árum var kona sem átti föður sem var Kanadamaður og var sendur frá Íslandi og féll þarna. Hún hafði ekki komið þarna en þetta var ógleymanlegt.“ Því var haldið í kanadíska herkirkjugarðinn í Normandí. Tilfinningaþrungin stund, segir Þórhallur. Um var að ræða stærstu innrás í sögunni. „Það sem meira er að þegar innrásaráætlunin var á enda komin og menn búnir að taka Normandí, þá voru tvær milljónir hermanna búnir að stíga á land og 350 þúsund Þjóðverjar fallnir eða særðir. Þannig þetta var gríðarleg hernaðaraðgerð.“ Ferð Þórhalls og félaga hefst á Englandi, í hergagnasafni í Portsmoutj, áður en haldið er siglingarleiðina til Normandí. Löngu uppselt er í ferðina, segir Þórhallur.
Seinni heimsstyrjöldin Ferðalög Bítið Frakkland Bretland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira