Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 21:09 Hildur Björnsdóttir segir að lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra sé til marks um fjármögnunarvanda borgarinnar Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira