Stefnubreyting í fjármögnun borgarinnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júní 2024 21:09 Hildur Björnsdóttir segir að lántaka borgarinnar upp á 100 milljónir evra sé til marks um fjármögnunarvanda borgarinnar Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans. Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum. Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Síðdegis í dag kom borgarstjórn saman á aukafundi þar sem lántaka upp á 100 milljónir evra, sem gera um 15 milljarða króna, var samþykkt. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar. Borgin í basli með fjármögnun Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks Fólksins sagði að lántakan væri örþrifaráð sem borgin væri að grípa til vegna slakrar fjármálastöðu. „Sérstakt þykir að þróunarbankinn, sem hefur það að markmiði að styrkja samfélög sem eiga undir högg að sækja, hyggist nú veita lán til borgar sem hefur trassað að halda við skólabyggingum í áraraðir þrátt fyrir að geta talist velmegunarborg,“ segir í bókun Flokks Fólksins. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að borgin sé í basli með fjármögnun. „Við höfum gert athugasemdir um árabil við þessa miklu skuldsetningu borgarinnar. Við hefðum ekki samþykkt frekari lántökur á meðan ekki er verið að taka til í rekstri borgarinnar,“ segir Hildur. Skuldabréfaútboð hafi gengið illa vegna þess að markaðurinn hefur misst alla tiltrú á rekstri borgarinnar. Um sé að ræða stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar, sem hefur almennt verið að fjármagna sig innanlands með íslenskum krónum. Hún segir að ekki sé hægt að gulltryggja að það verði engin gengisáhætta í þessu máli. Áhersla á gæluverkefni meðan grunnrekstur borgarinnar mætir afgangi Hildur segir að viðhaldsátakið sem á að ráðast í sé afleiðing af margra ára sinnuleysi í grunnrekstri og almennu viðhaldi skólanna. Þetta sé margra ára uppsafnaður viðhaldsvandi, sem verið er að bæta úr. „Ég held það skorti bara mjög skýran fókus á grunnrekstur borgarinnar, og ég held að það sé nákvæmlega það sem þarf í reksturinn, það þarf skýran fókus á að forgangsraða í þágu grunnþjónustu.“ Mikil áhersla hafi verið á það sem kallað er gæluverkefni, verkefni sem ekki eiga að vera í forgangi, á meðan annað hefur setið á hakanum.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira