„Fróðleiksfúsi“ slær í gegn í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2024 20:04 Daníel Hjálmtýsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, sem á heiðurinn af verkefninu um „Fróðleiksfúsa“. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fróðleiksfúsi“ í Sandgerði stendur svo sannarlega undir nafni því hann miðlar fróðleik í gegnum spjaldtölvu um öll dýrin á náttúrugripasafninu á staðnum, sem er hluti af Þekkingarsetri Suðurnesja. Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þegar komið er inn í setrið blasir glæsilegur uppstoppaður Rostungur við manni en skjaldarmerki Sandgerðisbæjar er einmitt Rostungur. Í setrinu fer fram fjölbreytt starfsemi en uppstoppuðu dýrin vekja alltaf hvað mesta athygli gesta. Nú er það „Fróðleiksfúsi”, sem er gagnvirkur fróðleikur fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur, sem á hug allra, ekki síst yngstu kynslóðarinnar, sem vekur hvað mesta athygli á setrinu, sem forstöðumaðurinn á heiðurinn af eftir ábendingu frá sex ára syni hans að svona þyrfti að gera á safninu. 20 spjaldtölvur með Fróðleiksfúsa eru með forritinu. „Ég fór að skissa upp karaktera og svo skissaði ég upp strákinn, „Fróðleiksfúsa”. Þú bara opnar kerfið inn á þessari spjaldtölvu og ýtir á skoða dýralífið og þá er tekið á móti þér og svo er haldið áfram og þá opnast heimur. Þú ýtir til dæmis á hrafninn og þá opnast sérstakur skjár um þann fugl,” segir Daníel. Krakkarnir ganga svo með spjaldtölvuna um safnið að viðkomandi fugli, lesa fróðleikinn í tölvunni og virða svo fuglinn fyrir sér í bak og fyrir. „Þá ýtum við á fundinn. Númer hvað er dýrið, dýrið er númer 23 og þá er það fundið. Þó opnast inn á hálfgerða alfræðiorðabók,” bætir Daníel við stoltur af nýja verkefninu. Fróðleiksfúsi er gagnvirkt fræðsluforrit fyrir fróðleiksfúsar fjölskyldur og er aðgengilegur í Þekkingarsetri Suðurnesja.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir geta þá lesið textann eða hlustað á Daníel í tölvunni lesa og svo er líka hægt að hlusta á hljóðin í fuglunum og dýrum eins og seli. „Já, þetta er bara mjög spennandi og núna er ég að þýða þetta yfir á pólsku, þannig að „Fróðleiksfúsi” er til á pólsku bæði í tali og tónum. Ég er mjög stoltur af þessu verkefni”, segir Daníel aðspurður hvernig ferlið í gegnum „Fróðleiksfúsa“ hafi gengið. Heimasíða Þekkingarseturs Suðurnesja Leikurinn er í stöðugri þróun en er studdur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Samfélagssjóði HS Orku, Suðurnesjabæ, Jökulá og Háskólanum í ReykjavíkMagnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Söfn Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira