„Þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. júní 2024 07:01 Mari Järsk er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu. Vísir/Vilhelm „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá trúi ég því ekki að við séum saman. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar,“ segir ofurhlaupakonan og stjarnan Mari Järsk. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir um ástina, hlaupin, nýjasta Íslandsmeistaratitilinn, æskuna, uppeldið í SOS þorpinu, hugarfarið, ómetanlega vináttu og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær. Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Mari í heild sinni: Klippa: Einkalífið - Mari Järsk Átti að koma honum saman með annarri stelpu Mari á að baki sér viðburðaríka ævi sem er sannarlega ekki áfallalaus. Hún segist tala eins og sjóari, kemur alltaf til dyranna eins og hún er klædd og fyrir henni er allra mikilvægast að vera sönn sjálfri sér. Fyrir einu og hálfu ári síðan fór Mari í hreyfingarferð til Tenerife sem átti eftir að reynast henni örlagarík en þar kynnist hún óvænt Nirði Lúðvíkssyni. „Hann var í golfferð og það átti að vera að koma honum saman með annarri stelpu en svo fór það smá úrskeiðis. Maður er stundum að reyna að stjórna hlutunum en það er ekki hægt,“ segir Mari kímin. Þegar að heim var komið bauð Njörður henni á stefnumót og ekki var aftur snúið. „Það er ennþá þannig að þegar ég vakna þá ég trúi því ekki við séum saman, að þetta sé í gangi og að hann nenni að díla við mig. Því að ég er alveg ágætlega erfið,“ segir Mari og hlær. Vill finna út úr öllum flækjum lífsins Hún segir að þau hjúin séu mjög ólík. „Hann er sjúklega rólegur, ekki manískur í neinu sem hann gerir og fylgir flæðinu, á meðan að ég er alltaf bara hvað næst? Ég er ennþá þannig að ég trúi því ekki að ég eigi þennan mann, að hafa fengið frá lífinu í láni þennan mann, því hann er raunverulega það besta sem hefur komið fyrir líf mitt. Ég held að þetta sé sönn ást og ég vona innilega að við náum að vinna úr öllu sem verður á vegi okkar. Því að lífið er bara þannig að það gerist, þótt við séum rosalega ástfangin og eigum rosalega fallegt líf þá er lífið bara alls konar flókið og það munu alls konar hlutir verða á vegi okkar sem við þurfum að vinna í gegnum. Þannig að ég vona að við finnum alltaf út úr því.“ Mari Järsk og Njörður eru ástfangin upp fyrir haus. Aðsend Alltaf til taks í hlaupunum Mari segir hann alltaf styðja þétt við bakið á henni í hlaupunum en sjálf mætti hún sýna honum aðeins meira umburðarlyndi. „Hann er ótrúlegur, ég held að ég hafi aldrei fengið mótlæti frá honum þegar að hann þarf að koma og skeina mér í keppnum. Ég þarf aðeins að herða mig og fara að sýna meiri virðingu, það er svo sannarlega þannig. Þetta er bara æfing, æfingin skapar meistarann,“ segir Mari og hlær.
Einkalífið Bakgarðshlaup Ástin og lífið Geðheilbrigði Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira