„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 09:35 Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, telur fólk á Íslandi í „búbblu“ hvað varðar stuðning Íslands við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn. Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Hluti af fjárstuðningi íslenskra stjórnvalda til Úkraínu vegna innrásar Rússa rennur í sjóði á vegum Atlantshafsbandalagsins sem fjármagna meðal annars skotfærasendingar. Í kappræðum fyrir forsetakosningarnar lýstu nær allir frambjóðendurnir einhverjum efasemdum um beinan hernaðarstuðning á einhverjum tímapunkti. Halla og Arnar Þór Jónsson töluðu þó nokkuð afgerandi gegn því að Ísland tæki þátt í að styðja Úkraínu með vopnum eða skotfærum. Í síðustu sjónvarpskappræðum Ríkisútvarpsins á föstudag sagði Halla það stríða gegn gildum Íslands á sama tíma og aðrir frambjóðendur virtust hafa tónað verulega niður efasemdir sínar um vopnakaup frá fyrri kappræðum. „Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið. Ég hef sagt það og ég bara endurtek það að ég tel að það sé hægt að semja um hvað sem er,“ sagði verðandi forsetinn. Í öðrum kappræðum talaði Halla um að hún vildi að Ísland væri hluti af varnarbandalagi en ekki sóknar í samhengi við tilraunir Úkraínumanna til þess að verjast innrás Rússa. Skilningsleysi á Íslandi Diljá Mist Einarsdóttir, formaður utanríkismálanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði ákveðið skilningsleysi ríkja á Íslandi um stuðninginn við Úkraínu þegar hún var spurð út í gagnrýni á hernaðaraðstoð í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Benti hún á að sjóðirnir sem Ísland styrki kaupi meðal annars loftvarnarkerfi og skotfæri en framlag Íslands fari einnig í kaup á hlífðarbúnaði og fleiru. Spurð út í efasemdir forsetaframbjóðenda sem komu fram í kosningabaráttunni sagði Diljá Mist að sé hafi fundist ótrúlegt að heyra þá tala með þeim hætti að Ísland væri ekki friðelskandi þjóð vegna þess að hún styddi vina- og nágrannaþjóð sem sæti undir hræðilegri og ofstopafullri árás. „Mér finnst auðvitað bara skítaskilaboð til þjóðar sem er verið að sprengja í loft upp upp á hvern einasta dag, stela börnunum þeirra, nauðga konunum þeirra, að við skulum vera tilbúin að senda þeim plástra og taka við flóttamönnum. Mér finnst það skítaskilaboð,“ sagði þingmaðurinn.
Utanríkismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Forsetakosningar 2024 Bítið Tengdar fréttir Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04 Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22 „Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Sjá meira
Ólík sýn á hvort Ísland eigi að styðja vörn Úkraínumanna Efstu frambjóðendur í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar voru ekki á einu máli um hvort rétt væri af Íslandi að styðja Úkraínumenn í vörn þeirra gegn innrás Rússa í kappræðum RÚV í kvöld. Halla Tómasdóttir lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínu hernaðarlega. 31. maí 2024 23:04
Selenskí óskar Höllu Tómasdóttur til hamingju Forseti Úkraínu, Vólódímír Selenskí, óskaði nýkjörnum forseta Íslands Höllu Tómasdóttur til hamingju með sigurinn á samfélagsmiðlinum X í dag. 2. júní 2024 22:22
„Við erum ekki hlutlaus þjóð“ Frambjóðendur til forseta lýstu almennt andstöðu við vopnakaup fyrir Úkraínu í kappræðum á Stöð 2 í kvöld. Þeir lögðu áherslu á hlutleysis- og friðarstefnu en fyrrverandi forsætisráðherra benti á að Íslandi væri þó ekki hlutlaus þjóð. 16. maí 2024 20:52