Halla hefði unnið án taktískra atkvæða Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 20:41 Niðurstöður könnunarinnar benda til þess að Halla hefði borið sigur úr býtum óháð kosningakerfi eða taktískra atkvæða. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hefði unnið í forsetakosningunum án þessara svokölluðu taktísku atkvæða sem mikið hafa verið til umræðu. Einnig hefði hún unnið kosningarnar sama hvaða kosningakerfi væri notað. Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður netkönnunnar sem 2877 manns tóku sem framkvæmd var af Viktori Orra Valgarðssyni, nýdoktor í stjórnmálafræði við Southampton-háskóla og Indriða H. Indriðasyni, prófessor í stjórnmálafræði við Kaliforníuháskóla í Riverside. Benda þeir þó á að niðurstöðunum beri að taka með fyrirvara þar sem úrtakið var sjálfvalið. Hefði unnið en naumlegar Í netkönnuninni gátu svarendur kosið sér forseta samkvæmt núgildandi kosningakerfi forsetakosninga á Íslands og með öðrum kosningakerfum. Nánar tiltekið með raðvali með varaatkvæði, raðvali með Borda-talningu og samþykktarkosningu. Samkvæmt kosningunni græddi Halla Tómasdóttir umtalsvert mörg atkvæði við taktíska kosningu. 18,4 prósent svarenda sögðust ætla að kjósa annan frambjóðanda en þann sem þau sögðust helst vilja sjá bera sigur úr býtum í kosningunum. 26,7 prósent svarenda sögðust helst vilja sjá Höllu Tómasdóttur sem forseta sem eru átta prósentustigum færri en sögðust hafa kosið hana. Á eftir henni kom Katrín Jakobsdóttir með 23,2 prósent sem bendir til þess að Halla hefði sigrað kosningarnar með um 3,5 prósentustigum án taktískra atkvæða. Baldur tapaði mest vegna taktískrar kosningar Baldur Þórhallsson tapaði mestu á taktískri kosningu. Þeir sem sögðust helst vilja sjá hann á Bessastöðum voru líklegastir til að kjósa annan frambjóðenda taktískt eða um 38 prósent. Á eftir honum komu Jón Gnarr og Arnar Þór Jónsson. „Niðurstöðurnar sýna líka að Halla Tómasdóttir hefði að líkindum sigrað kosningarnar í öllum kosningakerfum: í raðvali með varaatkvæði, þar sem atkvæðum er endurúthlutað til frambjóðenda sem settir eru næst í forgang hjá kjósendum þangað til einn frambjóðandi er kominn með meirihluta atkvæða, hefði Jón Gnarr verið útilokaður síðastur (með 25,1% atkvæða á þeim tímapunkti á móti 28,9% Katrínar Jakobsdóttur) og Halla Tómasdóttir sigrað Katrínu Jakobsdóttur í lokaumferðinni með 63,6% atkvæða gegn 36,4%,“ segir í tilkynningu um niðurstöðurnar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira