Dæmdur þrettán árum eftir eitt stærsta rán Íslandssögunnar Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júní 2024 14:08 Verðmæti þýfisins í Michelsen-ráninu var um 50 milljónir króna. Vilhelm Pawel Artur Tyminski hlaut fjögurra ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði vegna ráns sem framið var í úra- og skartgripaversluninni Michelsen árið 2011. Þrír samverkamenn hans voru dæmdir vegna þessa sama ráns árið 2012. Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna. Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Svo virðist sem Pawel hafi verið handtekinn vegna málsins í Póllandi árið 2021. Í umræddu ráni tóku mennirnir 49 armbandsúr af gerðunum Rolex, Tudor og Michelsen ófrjálsri hendi en verðmæti þeirra hljóðaði upp á rúmlega fimmtíu milljónir króna. Um er að ræða eitt stærsta rán Íslandssögunnar. Þaulskipulagt rán Í dómi héraðsdóms er greint frá því hvernig mennirnir frömdu ránið. Þeir komu hingað til lands með í október 2011 gagngert til að fremja ránið. Einn kom með Norrænu til Seyðisfjarðar þann 11. október, en hinir flugu til Íslands og lentu á Keflavíkurflugvelli tveimur dögum fyrr. Aðfararnótt 14. október tóku mennirnir tvo bíla í heimildarleysi. Annan við Eskihlíð og hinn við Öldugötu. Síðan stálu þeir þriðja og fjórða bílnum við Ásabraut í Kópavogi annars vegar og við Gnoðarvog í Reykjavík á sextánda degi sama mánaðar. Bílarnir voru allir notaðir við ránið og fundust víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í kjölfarið. Sjálft ránið var framið 17. október, en í ákæru segir að fjórmenningarnir hafi ruðst inn í úra- og skartgripaverslunina Michelsen á Laugavegi með andlit sín hulin. Þar hafi þeir ógnað starfsmönnum með ógnandi framkomu og leikfangabyssum, sem starfsmennirnir töldu vera alvöru skotvopn. Þeir skipuðu starfsmönnunum að leggjast á gólfið og brutu síðan upp hirslur og höfðu þessi 49 armbandsúr með sér á brott. Þaðan fóru þeir á Vegamótastíg og óku á brott í einum bílnum og skiptu síðan um bíl. Mennirnir földu síðan ránsfenginn í einum bílnum. Einn þeirra gætti að bílnum og hugðist koma honum og þýfinu úr landi með Norrænu, en var handtekinn þann 26. október. Hinir fóru af landi brott með flugi frá Keflavíkurflugvelli. Hér má sjá innslag úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá árinu 2011 um málið þegar úrin komust aftur í réttar hendur. Sýndi iðrun Það er ekki fyrr en nú, rúmum áratug síðar, sem Pawel hlýtur dóm vegna málsins. Hann játaði skýlaust sök fyrir dómi. Hann velti því þó upp hvort bílastuldurinn væri fyrndur en héraðsdómur féllst ekki á það þar sem um nauðsynlegan þátt í ráninu var að ræða. Pawel, sem er pólskur ríkisborgari, virðist hafa verið handtekinn vegna málsins í heimalandi sínu árið 2021. Hann hefur hvorki hlotið dóm hér á landi áður né í Póllandi. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að langt væri liðið síðan brotin voru framin, en einnig að um væri að ræða stórt skipulagt rán. Hann er sagður hafa verið samstarfsfús við lögreglu, játað brot sín skýlaust og sýnt iðrun. Líkt og áður segir hlaut hann fjögurra ára fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða lögmanni sínum 1,8 milljónir króna.
Rán í Michelsen 2011 Dómsmál Reykjavík Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum frá nágrannanum Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira