Umdeilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 TikTok-myndbönd úr kosningaherferð Höllu hlaupa á tugþúsundum áhorfa. TikTok Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Rúmlega 52 þúsund áhorf eru á myndbandinu umtalaða, sem birtist á TikTok síðu forsetaframboðs Höllu Tómasdóttur á laugardaginn. Það lýsir sér þannig að tveir ungir karlmenn stíga út úr Land Rover Discovery bíl og ung kona tekur á móti þeim. Bílstjórinn kastar bíllyklunum sínum í konuna. Hún og önnur ung kona ganga andspænis þeim og annar þeirra ýtir í hina konuna. „Ungir kjósendur, mætum og kjósum. Framtíðin er okkar,“ stendur í texta í myndbandinu. Myndbandið hefur vakið talsverða athygli og menningarrýnendur sagt það óhugnanlegt og verulega óþægilegt. Fréttastofa hafði samband við Eyþór Aron Wöhler, sem var áberandi í samfélagsmiðlateymi Höllu og sést ýta í aðra konuna í myndbandinu. „Það er ekkert á bak við þetta nema bara húmor og léttleiki. Ekki einhver djúp pæling,“ segir Eyþór í samtali við Vísi, og segir grínið ekki beint að einum né neinum. „Þetta var bara til að fá fólk til að kjósa.“ Þið skiljið samt gagnrýnina, að það líti ekki vel út að ýta konu í myndbandi sem hvetur til þess að kjósa konu? „Það var alls ekki meiningin, þetta gat verið hver sem er sem við vorum að ýta. Bara í gríni gert,“ segir Eyþór. Aðspurður hver boðskapurinn bak við myndbandið hafi verið endurtekur hann að einungis hafi verið um grín og léttleika að ræða, til að fá fólk á kjörstað. En voru mistök að halda að það að ýta einhverjum væri léttleiki? „Þetta gat verið karlmaður eða kvenmaður. Ég held það þýði ekkert að horfa í það sko.“ „Óhugnanlegt“ Ýmsir menningarrýnar hafa gagnrýnt umrætt myndband. Þar á meðal Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur, sem greinir það á bloggsíðu sinni á eftirfarandi hátt: „Tveir verslóspaðar með sólgleraugu mæta á kjörstað á Land Rover Discovery, grýta bíllyklunum í stelpu – sem er væntanlega einhvers konar bílastæðavörður – hrinda svo annarri, gefa hver öðrum fimmu og fara og kjósa girl boss Höllu T.“ Egill Helgason rithöfundur deilir færslunni á Facebook og segir: „Tik Tok myndbandið er óhugnanlegt og ótrúlegt að það hafi komið úr ranni frambjóðanda.“ Tugir taka í sama streng í ummælakerfinu. Eyþór, auk annarra meðlima í kosningateymi Höllu, ræddi í Íslandi í dag í gærkvöldi hvernig þau hefðu náð til unga fólksins á TikTok í kosningabaráttunni. Halla tók virkan þátt í gerð myndbandanna eins og Eyþór lýsti í þættinum. „Ég var tímum saman að sannfæra hana um að gera þetta [taka þátt í myndböndunum]. Það var ekki létt að koma þessu í gegn hjá aðstoðarmanni hennar. En eins og við segjum þá þarf bara að matreiða efni ofan í þessa ungu kynslóð eins og hún vill fá það í dag. Einfalt stutt og hnitmiðað,“ segir Eyþór. Kosningabarátta sé oftast leiðinleg og matreiða þurfi áróðurinn með kímnigáfu og léttleika.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar TikTok Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira