Lögreglumaður dæmdur fyrir brot í starfi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 07:03 Lögreglumaðurinn spreyjaði piparúða ítrekað í andlit mannsins. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Frá þessu greinir RÚV. Dómurinn hefur ekki verið birtur en RÚV hefur hann undir höndum. Atvik máls eru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af erlendum karlmanni í maí í fyrra eftir að síðarnefndi átti í útistöðum fyrir utan skemmtistaðinn LUX í Austurstræti. Beitti lögreglumaðurinn ítrekað úðavopni gegn manninum, þrátt fyrir að maðurinn veitti enga mótspyrnu við handtöku. Lögreglumaðurinn er auk þess sagður hafa sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Samkvæmt frétt RÚV um málið neitaði lögreglumaðurinn sök en stuðst var við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og öryggismyndavélum. Á þeim sést maðurinn ítrekað biðjast vægðar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn hefði farið offari, þannig að aðfarir hans flokkuðust undir líkamsárás. Ekkert benti til þess að honum hefði staðið ógn af manninum. Honum var metið það til refsilækkunnar að hann væri ungur og óreyndur og hefði misst stjórn á sér í krefjandi aðstæðum. Var lögreglumanninum gert að greiða tvær milljónir í sakarkostnað og 400 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV. Dómurinn hefur ekki verið birtur en RÚV hefur hann undir höndum. Atvik máls eru þau að lögreglumaðurinn hafði afskipti af erlendum karlmanni í maí í fyrra eftir að síðarnefndi átti í útistöðum fyrir utan skemmtistaðinn LUX í Austurstræti. Beitti lögreglumaðurinn ítrekað úðavopni gegn manninum, þrátt fyrir að maðurinn veitti enga mótspyrnu við handtöku. Lögreglumaðurinn er auk þess sagður hafa sparkað í manninn og slegið hann fjórum sinnum með kylfu, á meðan maðurinn lá á fjórum fótum. Jós lögreglumaðurinn einnig fúkyrðum yfir manninn. Samkvæmt frétt RÚV um málið neitaði lögreglumaðurinn sök en stuðst var við upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna og öryggismyndavélum. Á þeim sést maðurinn ítrekað biðjast vægðar. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn hefði farið offari, þannig að aðfarir hans flokkuðust undir líkamsárás. Ekkert benti til þess að honum hefði staðið ógn af manninum. Honum var metið það til refsilækkunnar að hann væri ungur og óreyndur og hefði misst stjórn á sér í krefjandi aðstæðum. Var lögreglumanninum gert að greiða tvær milljónir í sakarkostnað og 400 þúsund krónur í miskabætur.
Lögreglan Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira