Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 21:56 Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin til þingflokks VG. Vinstri græn Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent