Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2024 21:56 Sunna Valgerðardóttir hefur verið ráðin til þingflokks VG. Vinstri græn Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum. Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Þetta segir hún í færslu sem hún birti í dag á síðu sína á Facebook þar sem hún veltir fyrir sér hugsanlegar ástæður fyrir miklu fylgistapi Vinstri grænna undanfarið. Fyrr í dag greindi Ríkisútvarpið frá því að samkvæmt nýjasta þjóðarpúls Gallup mældust Vinstri græn utan þings, með rétt rúmra þriggja prósenta fylgi. „Ástæðurnar fyrir fylgistapinu eru líklega nokkrar, en þar sem ég hef gaman af flokkun og flokkum ætla ég að fullyrða að langstærstur hluti þeirra sem flutti atkvæði sitt annað gerði það vegna samstarfs VG og Sjálfstæðisflokksins og öllu því tengdu,“ segir Sunna. Vinstri græn tapað mestu fylgi ríkisstjórnarflokkanna Hún segir þessu ríkisstjórnarsamstarfi hafa fylgt alls konar „miskræsilegar málamiðlanir, varnir og yfirlýsingar.“ „Og þau hafa alveg verið nokkur, málin, síðustu sex ár: Landsréttur, brottvísanir, Ásmundarsalur, dómsmál, þyrluferð, lögregluofbeldi, Samherji, bankasala og svo mætti lengi telja. Og þó að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi vissulega látið á sjá í þessu samstarfi, þá eru þeir enn langt frá því að detta út af þingi,“ segir Sunna jafnframt. Hún bendir á að ef miðað er við síðustu kosningar hafi Sjálfstæðisflokkurinn misst fjórðung síns fylgis, Framsókn helming en Vinstri græn 75 prósent. „Það er vegna þess að flokkarnir, fólkið, sem VG átti að veita aðhald, gagnrýna og rífast við, urðu makkerar þeirra. Og það samstarf er að þurrka flokkinn út,“ skrifar Sunna. „Hvers vegna er eyðileggingarkraftur hægrisins svona öflugur? Hvers vegna laskast vinstrið svona mikið? Hvers vegna finnst okkur vinstrið halla sér að hægrinu, en aldrei öfugt?“ spyr Sunna sig. Framboð þvert á flokka Hún segir að forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur geti varpað ljósi á það. „Vinsæl og dáð. Límið í ríkisstjórninni, mannasættir, réttsýn og klár. En Katrín varð ekki forseti. Hún fékk ekki nógu mörg atkvæði,“ skrifar Sunna. „Hversu stór hluti þeirra sem kalla sig vinstrisinnuð ætli hafi sett X við Katrínu Jakobsdóttur? Ég spyr vegna þess að stuðningsfólk hennar spannaði nokkuð jafnt hið svokallaða pólitíska litróf. Þetta var framboð sem myndaðist þvert á flokka, á sitt hvorum endanum á hinum pólitíska ás og allt þar á milli. Svolítið eins og ríkisstjórnin. Eða ekkert svolítið, bara næstum eins,“ skrifar Sunna. „Vinstrið kann að vera vont við sig,“ segir hún að lokum.
Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira