Sigurður Ingi fjarri góðu gamni Jakob Bjarnar skrifar 3. júní 2024 16:11 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er erlendis og getur því ekki verið viðstaddur aðra umræðu um söluna á Íslandsbanka og slit á ríkiseignum - ÍL-sjóði. Tvö risamál sem til stendur að taka á dagskrá. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra er staddur erlendis og kvartaði stjórnarandstaðan sáran undan því að hann væri ekki viðstaddur umræðu um mikilvæg mál svo sem söluna á Íslandsbanka og ÍL-sjóð. Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum. Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Strax að loknum óundirbúnum fyrirspurnum kvaddi Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar sér hljóðs í liðnum Um fundarstjórn forseta. Hann sagði stutt til þingloka og óboðlegt væri að setja á dagskrá tvö mikilvæg mál, söluna á Íslandsbanka og svo um slit á ÍL-sjóði. Fjármálaráðherra væri ekki staddur í þinginu og hann gat ekki séð að það væri ekki hægt, þó stutt væri til þingloka, að hliðra dagskrá til svo Sigurður Ingi gæti verið viðstaddur umræðuna. Birgir Ármannsson forseti Alþingis sagði málið komið til annarrar umræðu og það væri á forræði nefndar; nefndarmenn fjalli um nefndarálit og því ætli forseti ekki að verða við þessa ósk stjórnarandstöðunnar. Þá streymdu þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og tóku undir með Loga. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati sagði að sér væri fullkunnugt um að málið væri á forræði nefndarinnar við aðra umræðu en það væri stöku sinnum hægt að koma til móts við þingmenn og óskir þeirra. Oddný Harðardóttir Samfylkingu tók undir og sagði þetta sjálfsagða kröfu að fjármála- og efnahagsráðherra væri viðstaddur þegar svo stór mál eru tekin til umræðu. Margoft hafi það komið fyrir í þessum þingsal að kallað hafi verið eftir því að ráðherrar séu við 2. og 3. umræðu mála og það hefur oft komið fyrir að ráðherrar hafi hætt við utanlandsferðir til að hægt sé að taka mál til umræðu. að dagskrá hafi verið sett svona upp, ef vitað hefur verið að hann yrði erlendis." Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingu tók undir með félögum sínum í stjórnarandstöðunni og sagði ekki vera hægt að klaga uppá hana að hún léti sig vanta ef svo ber undir. Logi Einarsson mætti aftur og sagði að sér í lagi væri mikilvægt að hægt væri að heyra í Sigurði Inga því hann væri ekki aðeins fjármálaráðherra heldur væri hann einnig formaður Framsóknarflokksins og fingraför þess flokks væru út um allt á ÍL-sjóði. Umræður um þetta atriði eru yfirstandandi í þessum orðum töluðum.
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira