Tölum um tilfinningar Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 3. júní 2024 15:00 „Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun