Tölum um tilfinningar Sigurþóra Bergsdóttir skrifar 3. júní 2024 15:00 „Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Það besta sem ég gerði við líf mitt var að finna ráðgjöf í Berginu.“ Mikið er rætt um geðeilsu unga fólksins og hversu mikilvægt sé að hlú að henni, enda sýna tölur að líðan ungs fólks fari versnandi. Oft er vísað í úrræðaleysi en svo vill til að það er til úrræði sem kemur til móts við ungt fólk á þeirra forsendum, það er Bergið headspace. Fagfólk í Berginu headspace veitir ungu fólki 12-25 ára ráðgjöf og stuðning án skilyrða og ókeypis. Við höfum sinnt þessu hlutverki í bráðum fimm ár. Setningin í fyrirsögninni er ein margra sem ungmenni hafa skrifað í þjónustukönnun Bergsins. Setningar eins og „bjargaði lífi mínu“, „veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki komið í Bergið“, „fyrsta sinn sem virkilega var hlustað á mig“ kom líka fyrir enda er unga fólkið okkar ánægt með þjónustuna sem Bergið veitir. Bergið veitir þjónustu á nokkrum stöðum, á Suðurgötu 10 í Reykjavík, í Kópavogi, Hafnarfirði og á Akureyri. Í hverri viku koma um 100 ungmenni og hitta ráðgjafa í einkasamtali sem hlustar, hvetur og aðstoðar við að finna leiðir til betri andlegrar heilsu. Samtals hafa um 2500 ungmenni fengið aðstoð í Berginu, sum koma tvisvar, önnur koma 10 sinnum. Allir fá aðstoð, alveg sama um hvað ungmenni þurfa að ræða, hvort sem það er líðan, erfiðar aðstæður, áföll eða hvað sem þeim liggur á hjarta. Um 80% ungmenna sem til okkar koma þurfa ekki frekari aðstoð innan annarra kerfa, sú þjónusta sem Bergið veitir nægir þeim. Þjónusta Bergsins er einstök, það er aðstoð á nokkurra skilyrða, ókeypis og án biðtíma. Bergið hefur starfað á fjármagni sem komið hefur frá ári til árs frá þremur ráðuneytum og nokkrum sveitafélögum. Einnig höfum við fengið stuðning frá ýmsum góðgerðasjóðum, auk framlaga frá fjölda einstaklinga. Þar er þó ekkert fast í hendi. Þeim sem sækja þjónustu hefur fjölgað hratt undanfarið ár. Bergið hefur viljann og getuna til að taka á móti þessum ungmennum og stækka enn frekar en það kallar á aukið fjármagn í okkar starf. Því er Bergið í átaki til að safna til okkar bakhjörlum. Það er góðu fólki sem vill styðja við starfið okkar með mánaðarlegu framlagi. Það þarf ekki að vera há fjárhæð, allt skiptir máli. Markmið okkar er að eignast 5000 bakhjarla en slíkt myndi tryggja starfið til lengri tíma. Það þurfa allir einhvern tíma á aðstoð að halda og er sérstaklega mikilvægt að ungt fólk hafi aðgang að henni. Börnin okkar, barnabörn, systkini, frændsystkin, börn vina, það tengja allir við að þekkja ungmenni sem ekki líður nógu vel. Að vera með Bergið fyrir unga fólkið er ómetanlegt fyrir þau og fyrir okkur öll. Þeir sem vilja styrkja Bergið geta fara inn á heimasíðu Bergsins, www.bergid.is. Þar má líka kaupa boli og húfur sem eru hluti af herferð okkar sem ber yfirskriftina ”tölum um tilfinningar”. Þökkum ykkur fyrir stuðninginn. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun